Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Qupperneq 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Qupperneq 29
4 Meðfylgjandi myndir tók Jón Páll Ásgeirsson um borð i varðskipinu Ægi þegar Mippt var á tog- víra þýska togarans Mellumfrá Bremenhaven. Þetta var út í Víkurál, vestur af Bjargtöngum haustið 1975. var ósamið við V-Þjóðverja og þeir héldu áfram veiðum sínum innan íslensku landhelginnar, enda þótt veiðar þeirra færu minnkandi vegna þess að íslensku varðskipin gátu einbeitt sér óskipt að vestur-þýskum landhelgisbrjótum. Deilur íslendinga og V-Þjóðverja halda áfram og átök á íslands- iniðum Upp úr stjórnarsamstarfi þingflokka Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna slitnaði vorið 1974 en þessir þrír flokkar höfðu markað stefnuna í landhelgismál- unurn síðan 1971 og staðið að útfærslu fimmtiu milna landhelgismarkanna. Þann 30. júní 1974 fóru fram alþingis- kosningar með þeim afleiðingum að ný ríkisstjórn undir forystu Geirs Hallgríms- sonar tók við valdataumum. Baráttan fyr- ir fullnaðarviðurkenningu á fimmtíu míl- unum hélt áfram og í beinu framhaldi kom svo baráttan fyrir tvö hundruð míl- unum. Hin nýja ríkisstjórn lýsti því yfir að hún myndi færa landhelgismörkin út í tvö hundruð mílur á árinu 1975. Enn áttu íslendingar margt eftir óuppgert í samskiptum við Breta og V-Þjóðverja, sem alltaf héldu því fram að þeir ættu sögulegan rétt til veiða við Island og samningslegan rétt samkvæml samning- unum frá 1961. í októbermánuði 1974 gerðu embættismenn stjórnarinnar drög að samkomulagi við V-Þjóðverja urn veiðar þýskra togara hér við land. Sam- kvæmt þessum drögum var gert ráð fyrir áttatíu þúsund lonna ársafla þýskra tog- ara og að í þeirra hópi yrði m.a. sautján frysti- og verksmiðjuskip. Ríkisstjórnin hélt því fram að þessi drög væru gerð af viðskiptalegum ástæðum og talað var um bókun nr. 6 í því sambandi. Upp komu mikil mótmæli gegn þessum samnings- drögum og ríkisstjórnin hætti við samn- ingsgerðina að sinni. Á miðunum hélt baráttan áfram við þýska landhelgisbrjóta og stundum við breska sem virtu ekki friðlýst svæði en Bretarnir máttu samkvæmt fyrrgreindum samningi veiða innan íslensku lögsög- unnar í sérstökum hólfum. V-Þjóðverjar bættu við nýjum eftirlits- og hjálparskip- um á íslandsmiðum, en það voru skipin Nordenham, Roter Sand og Minden en þessi skip höfðu áður verið fiskiskip. Sumarið 1974 var haldið áfram að skera á togvíra þýskra togara. í ágúst var klippt á togvíra togaranna Hoheweg BX- 735 og Hans Böckler BX-679. í september var skorið á togvíra togarans Seydisfjord BX- 704. í odda skarst milli íslendinga og V- Þjóðverja sunnudaginn 24. nóvember 1974 þegar varðskipið Ægir stóð þýska togarann Arcturus BX-739 að ólöglegum veiðum. Leyfi fékkst frá stjórnstöð Land- helgisgæslunnar til að færa togarann til hafnar og stöðvaði áhöfn Ægis þá Arctur- us og send var sveit rnanna yfir i togar- ann. Farið var með hann til Vestmanna- eyja. Taka Arcturus þótti mikil tíðindi því þetta var fyrsti erlendi togarinn sem tekinn hafði verið að ólöglegum veiðum og færður til hafnar síðan fiskveiðimörk- in voru færð út í fimmtíu rnílur. Taka Arcturus olli mikilli ólgu rneðal þýskra fiskimanna og Sjómannasamtök í V-Þýskalandi hótuðu hörðu, m.a. með því að loka þýskum höfnum fyrir ís- lenskum skipum, og ríkisstjórnin í Bonn mótmælti þessari aðgerð og talaði um nútímasjórán. í kjölfar mótmælanna fylgdi löndunarbann á íslensk fiskiskip í þýskum höfnum. Stóðu þá stálin stinn á milli íslenskra yfirvalda og þeirra þýsku það sem eftir var ársins 1974 og fram á sumarið 1975. Vestur-þýskir togarar héldu einnig áfrarn að stelast til að veiða innan íslensku lögsögu. Samband ís- lenskra og þýskra stjórnvalda var mjög viðkvæmt á þessum tima og ekkert mátti út af bregða svo ekki fuðraði upp deila. Til dæmis stóð íslenskt varðskip í júní 1975 vestur-þýskan landhelgisbrjót að verki og reyndi að stöðva hann og færa til hafnar. Hann þrjóskaðist við og neit- aði að stöðva skipið. Varðskipið skaut þá nokkrum lausum skotum að togaranum en allt kom fyrir ekki, hann slapp úr ís- lenskri lögsögu þar sem íslensk yfirvöld voru hikandi við að færa hann til hafnar. Hins vegar ekkert hik á þeim þýsku og ríkisstjórnin í Bonn sendi harðorð inót- mæli til íslendinga. Áfram var haldið að klippa á togvíra vestur-þýskra togara. í lok júní var klippt á togvíra tveggja, Köln NC-471 og Wyeberger BX-667. Gamli landhelgisbrjót- urinn Arcturus BX-739 var enn staðinn að verki um sumarið og var hann þá hala- klipptur. Annar gamall landhelgisbrjótur, Hoheweg BX-735, fékk sömu útreið sem og Köln NC-471. Af þessu má vera ljóst að það voru oftast sömu skipin sem stunduðu ólöglegar veiðar og voru klippt. Hinn 18. september var klippt aftan úr þýska togar- anum Gluggstad SK-105. Hinn 4. október var skorið aftan úr Hoheweg BX-735 og það ekki í fyrsta sinn. Guðmundur Kjærnested, sem var skip- herra á Tý árið 1975, segir að íslensku varðskipunum hafi tekist að halda V- Þjóðverjum að verulega leyti fyrir utan fimmtíu mílurnar eftir að þau gátu snúið sér nær einvörðungu að þeim. ís- lensku varðskipunum hafði orðið vel á- gengt í baráttunni við vestur-þýska land- helgisbrjóta. Dr. W. Masberg greinir frá því í Deutsche Fischerei að á þeim þrem- ur árum síðan landhelgin var færð út i fimmtíu mílur hafi íslenskum varðskip- um tekist að hindra veiðar vestur-þýskra skipa í um 800 skipti og þar af tekist að klippa á togvíra 39 togara. En það voru fleiri þýskir togarar klipptir eftir þessa samantekt Masbergs, þannig að talan mun vera eitthvað hærri en sú sem hann gefur upp. Endanleg samantekt um fjölda klipptra þýskra togara hefur enn ekki verið tekin. í Þjóðviljanum birtist grein þann 6. september 1975 þar sem kvartað er yfir því að þýsk eftirlits- og sjúkraskip, sem blaðið kallaði njósnaskip, fái úrvalsþjón- ustu á meðan samningaumleitanir ís- lendinga og V-Þjóðverja standi yfir. Dag- inn áður hafði blaðið ásamt íslenskum útgerðarmönnum og togaraskipstjórunr krafist afgreiðslubanns á þýsk eftirlits- og sjúkraskip. En fengu þessi skip afgreiðslu í íslenskum höfnum? Svo segja íslenskir hafnsögumenn ekki hafa verið. Þeir héldu því franr að þessi skip hefðu ekki fengið skipaafgreiðslu í þrjú ár eða frá Sjómannablaðið Víkingur - 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.