Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Page 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Page 43
júní 2003 fór fram skráning á hávaða í einum af togurum landsins í vistarverum vélstjóra. í hvert skipti sem troll var dregið inn og raskaði svefni mældist há- vaði um og yfir 75 desíbel. c) Einhæf hreyfing við vinnu. Pó hægt sé að segja að sjómenn vinni hreyfanlega og fjölbreytta vinnu eru mörg tilfelli þar sem vinnan hefur í för með sér viðvarandi spennu sömu vöðva í langan tima. Mikið álag er á mjóbakið og mjaðmir við að ganga um, standa og halda jafnvægi við aðgerð á skipinu, sem og við að lyfta og bera hluti í miklum veltingi. Ofan á þetta bætist síðan kuld- inn eða ójafnt hitastig sem eykur spenn- una og álagið til muna. Vinnutarnirnar eru oftar en ekki margar. Pó svo að reynt sé að draga fiskinn í skip jafnt og þétt til að dreifa álaginu sem mest, er það ekki alltaf mögulegt. í mörgum tilfellum er skipt urn veiðar- færi í sömu veiðiferð og þurfa einstak- lingarnir að breyta um vinnubrögð og vinnutilhögun 1 kjölfarið. Þetta getur reynst mönnurn erfitt. d) Hiti / kuldi. Til að forðast truflun á svefni er mátulegt að herbergishiti sé um eða nokkrum gráðum undir 18 C. Það hefur sýnt sig að nauðsynlegt er að líkamshiti sé örlítið undir þvi sem hann er vanur til þess að einstaklingurinn nái að festa svefn. Að- stæður um borð í skipi eru oftar en ekki þær að unnið er við mjög breytilegar að- stæður hvað þetta snertir. Unnið er úti tímum saman í hvers kyns veðri og ofan í köldu lestarrými auk þess sem líkam- legt álag er mikið. Svefnklefar eru oft litlir og þröngir með lítilli loftræstingu. Loftið er því oft þungt ásamt því að þeir sem því deila eru að koma inn eftir erfiðisvinnu, og líkamsstarfsemin í mikilli brennslu, sem leiðir til þess að hitinn í rýminu hækkar snögglega. Þessar aðstæður hjá sjómönnum eru ekkert ólíkar þeim aðstæðum sem upp koma hjá einstak- lingum sem vinna á næturvöktum í mikilli kyrrstöðu, þreyta ryðst inn í vökumynstrið og hætta á slysum er því talsverð. Pað cr ehki hœgt að henna ofurþunga dhafnarinnar um að þessi stingur sér í ðlduna! Ljósmynd Jón Kr Friðgeirsson. e) Lýsing. Engar rannsóknir liggja fyrir, hvorki hérlendis né erlend- is, um áhrif lýsingar á svefn sjómanna um borð í fiskiskip- um. I’að sem hefur verið rannsakað leiddi í ljós að lýs- ing hefur sambæri- leg eða svipuð áhrif á svefn og hávaði. 0 Vaktavinnufyrirkomulag. Rannsóknir á vaktavinnufyrirkomulagi hafa beinst að því að skoða mun á 8 tíma og 12 tíma vöktum. Þær hafa leitt í Ijós að þó menn upplifi 12 tíma vaktavinnu á mun jákvæðari hátt, þá eru merkjanlega fleiri rnistök gerð á síðustu fjórum tim- um vaktarinnar, þ.e. fyrstu 8 tímarnir líða svo til átakalaust en undir lokin sést veruleg fjölgun óhappa og slysa. Hjá sjómönnum er um að ræða enn erfiðara fyrirkomulag en það er sex tíma vaktavinnufyrirkomulagið. í þessu kerfi verður svefntíminn mun styttri, en á móti kemur að vinnutíminn er einnig styttri með góðri hvíld á milli. Oftar en ekki eru aðstæður þó þannig að sá hópur sem á að vera í hvíld er ræstur út vegna mikilla veiða. Það sem líka þarf að taka til greina er, að einstaklingurinn vinnur í mjög mikilli óreglu hvað varðar kerfi, með stuttum fríum á milli veiðiferða, en flest skipanna eru einungis í um tveggja daga stoppi í landi í einu. Það ruglar svefnmynstrið enn frekar, sérstaklega hjá þeirn sem vinna á skipum sem eru í viku úti í einu. Undir þessurn kringumstæð- uin hleðst þreyta fljótt upp í líkamanum, því hann þarf fimm daga til jafna og stilla sig af upp á nýtt. Þetta álag er SJOMANNABLAÐIÐ Símanúmer blaðsins: Afgreiösla og áskrift: 587 2619 og 462 2515 Ritstjóri: 868 2159 netfang sgg@mmedia.is Auglýsingastjóri: 587 4647 Tilkynningaskyldan Sjómenn! • Munið að tilkynna breytingar á símanúmerum til Tilkynningaskyldunar. • Munið að tilkynna um brottför. • Sími Tilkynningaskydu íslenskra skipa er 552 3440 Hhl SLYSRVflRNflFELflGIÐ LflNDSBJÖRG Sjómannablaðið Víkingur - 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.