Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Qupperneq 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Qupperneq 52
Þegar verið var að vísa farþegum í káetur heyrði Kristján Har- aldsson orkubússtjóri á tal Brynka við fulltrúa ferðaskrifstofunn- ar. Brynki sagði: Mér er alveg sama hvar þið setjið mig og konuna, bara að við fáum svalir á móti sól. Snúið við úr róðri Eleseus Sölvason var mikill sjósóknari frá Bíldudal á árum áður. Hann átti bát sem Steinbjörg hét og reri jafnan fyrstur manna á morgnana. Tæknin kom hægt inn í smábátaútgerðina fyrir vest- an en þó voru handrúllur orðnar almennar um það leyti sem þessi saga gerðist. Dag nokkurn reri Eleseus fyrstur svo sem hann var vanur. Þegar hinir bátarnir voru á leið út Arnarfjörðinn mættu þeir Steinbjörginni á innleið á miðjum firði. Þar sem þetta var fyrir daga talstöðvanna, þá stoppuðu þeir og spurðu hvað kæmi til að hann sneri við. Eleseus vildi ekki fara út í smáatriði en sagði: Ja, ef þið hefðuð séð það sem ég sá, þá hefðuð þið líka snúið við. Meira vildi hann ekki segja og setti aftur á fulla ferð heim á leið. Einhverjum leist ekki á blikuna og sneru við á eftir honum. l’egar bátarnir komu i höfn á Bíldudal kom í ljós hvað Eleseus hafði séð. Hann hafði sem sé gleymt nýju rúliunni í landi og sagði við sjóðvitlausa skipstjórana sem snúið höfðu við og stóðu á bryggjunni og skömmuðust: Ég sá að rúllan var ekki með. Enginn vaskur Kristján Ólafsson (Óla Villa) á ísafirði er svokallaður hobbíbóndi og á sauðkindur ásamt föður sínum og mörgum öðrum i fjárhús- um í Engidal í Skutulsfirði. Vinna margir saman að þessum bú- skap. Á haustin slátra þeir sjálfir og kjötið er eingöngu til heim- ilisnota. Þar sem margir eru um hituna auglýsti Kristján í DV eftir frystigámi sem ætlunin var að geyma í kjöt og aðrar slátur- afurðir. Nokkru síðar hringir maður úr Reykjavík í Kristján, segist eiga fyrirtaks frystigám og lýsir honum í smáatriðum. Hvað kostar hann? spurði Kristján. Hundrað og fimmtíu þúsund með vaski, svaraði maðurinn. Nokkru seinna fór Kristján suður að líta á gáminn. Þegar hann var búinn að skoða gáminn í krók og kring sagði hann: Það er enginn vaskur í honum. Aldrei á netum Seint á síðasta vetri andaðist á ísafirði heiðursmaðurinn Jens Markússon, fyrrum skipstjóri og lengi síðan húsvörður í Alþýðu- húsinu. Séra Magnús Erlingsson jarðsöng hinn aldna sjóvíking. Lagði prestur í ræðu sinni út af sögunni um Jesú þegar ördeyða var í Genesaretvatni. Fengu fiskimenn ekki bröndu fyrr en Frels- arinn fór með þeim út á vatnið og lagði með þeim netin. Þá voru þau dregin hvað eftir annað bunkuð af fiski. Flestir munu kunna þessa sögu. Magnús Arnórsson, Maggúdd, var í kirkjunni að fylgja vini sínum til grafar. Maggúdd misskildi prestinn þegar hann sagði frá sjóferðjesú, hélt hann væri að tala um Jens, og kallaði svo að heyrðist um alla kirkju: Nnnei, hhhann var aaaldrei á netum. Sjónvarpstækið Jón Sigurðsson Hansson var góður karl og orðheppinn. Hann var á langri ævi vinnumaður á mörgurn bæjum við Djúp og af- rekaði það að hafa mokað skít á flestum bæjum við Djúp og í Dýrafirði. Jón heitinn hlakkaði mikið til þess að ná þeim aldri að verða löglegt gamalmenni og komast á ellistyrk og fá greiðslur úr Lífeyrissjóði sjómanna, en hann var oft við sjósókn á yngri árum. Hann var síðustu starfsár sín vinnumaður hjá nafna sín- um Guðjónssyni á Laugabóli í ísafirði í Djúpi. Þar leið Jóni vel. Þegar hann komst á ellistyrkinn langþráða fluttist hann til ísa- fjarðar og bjó þar síðustu árin sem hann lifði. Eitt sinn auglýsti Jón gamla sjónvarpstækið sitt í smáauglýs- ingum Bæjarins besta. Hugðist hann fá sér nýtt og betra tæki. í auglýsingunni kom fram að tækið væri afar lítið notað. Maður nokkur kom til Jóns og spurði um tækið. Jón sýndi honum tæk- ið sem augsýnilega var gamalt og lúið. Þetta er eldgamalt og gersamlega búið að vera, sagði maður- inn. Þú auglýstir að það væri lítið notað. Já, ég hef alltaf horft á það einn, svaraði Jón Sigurðsson Hans- son. Afturendinn Jóhann Eyfirðingur skipstjóri og Sigríður Jónsdóttir eiginkona hans ráku um árabil verslunina Dagsbrún á ísafirði eftir að Jó- hann kom í land. Verslunarhúsnæðið var ekki ýkja stórt og því var oft frekar þröngt í búðinni þegar ullarvörurnar bárust á haustin. Garnið var venjulega í hillum en lopakökurnar stóðu oft í stöflum á gólfinu. Eitt sinn kom í búðina Petrína Þórðardóttir, eiginkona Sigur- baldurs Gíslasonar skipstjóra. Jóhann var á kontórnum en Sigga kona hans, sem kölluð var Sigga sko, var við afgreiðslu. Petrína, sem var afar lendamikil, var íklædd svartri ullarkápu. í þrengsl- unum hafði kápan nuddast utan í einn lopastaflann. í þann mund sem Petrína gekk út úr búðinni kom Jóhann úl af kontórnum. Rak hann augun í langan, hvítan lopaspotta aftan á kápu Petrínu. Hann hljóp á eftir frúnni og kallaði: Það er stærðar endi á yður, frú! Petrína var skapmikil kona, sneri sér við, hvessti á hann aug- un og sagði: Ég þarf ekki þig til að segja mér það. 52 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.