Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Side 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Side 55
Aflaklœmar á Hagbarði á vertíðinni 1948. Efsta röðfrá vinstri: Guðmundur Halldórsson, Bjarni Porvaldsson, Hclgi Héðinsson, Halldór Bjamason (með kaskeiti), Þórarinn Vigfússon, framan við Halldór Bjarnason er Þórður Ásgeirsson, við hlið hans Helgi Bjarnason og næstur honum er Hclgi Ólafsson. Næsta röðfrá vinstri: Jósteinn Finnbogason (með hatt), Haukur Sigurjónsson, Guðni Jónsson, bak við hann er Gunnar Jónsson og lengst lil hægri cr Ingvi Hannesson (með hatt). ræða við I’órarin skipstjóra minn þar sem við værum nú hér að gera klárt fyrir síldina. Ég var nokkuð spenntur og hrað- aði mér því á fund hórarins sent gaf mig lausan svo ég gæti farið i þessa siglingu. Ég hélt því næst upp á skrifstofu til Val- týs og tilkynnti honum jákvætt svar. I sama mund snaraðist inn á skrifstofuna stór og fyrirferðarmikill maður, þungur á brún og alvarlegur mjög. hetta reyndist vera væntanlegur skipstjóri á Akraborg- inni, Guðjón Finnbogason. Hann var að koma að sunnan með flugi en einmitt þennan morgun hafði fundist flak fiug- vélarinnar sem fórst í Hestfjalli og á leið- inni út Eyjafjörð mætti Hagbarður línu- veiðaranum Atla sem var að koma til Ak- ureyrar með lík þeirra sem fórust. Á bak við kotnu Guðjóns skipstjóra og flugvélarinnar sem fórst var merkileg saga sem hann sagði mér sjálfur. Þannig var að hann hafði pantað sér fiugfar til Akureyrar og var mættur suður á Reykja- víkurflugvöll þegar hann mundi allt í einu eftir jrvi að kunningi hans hafði beðið hann að koma og hafa af sér tal áður en hann færi norður. Guðjón hætti því við að fara með vélinni sem var þá i þann veginn að leggja af stað. Hann tók leigubíl og ók sem leið lá til Reykjavíkur á fund kunningjans. Þegar Guðjón birtist hjá kunningjanum brá honum nokkuð og segir strax við Guðjón: „Þú varst bú- inn að koma að hitta mig.” Mundi þá Guðjón sem var að það var alveg rétt og skildi ekkert í minnisleysi sínu. Hann hraðaði sér aftur út á völl en í sama rnund hóf flugvélin sig til ilugs í síðasta skipti. Enn einu sinni sannaðist að „ekki verður feigurn forðað eða ófeigum í hel komið!” Hver stjórnar? Degi síðar var endum sleppt og haldið til Hríseyjar. Aðeins einn hinna nýju skipsfélaga minna þekkti ég fyrir en það var Tryggvi Guðmundsson frá Saurbrúar- gerði á Svalbarðsströnd. Við höfðum ver- ið saman á skipi áður. Mjög fljótlega vakti athygli mína ungur maður, Agnar Þórisson frá Hjalteyri. Agnar var tuttugu og tveggja ára gamall, röskur og sérstak- lega ljúfur en einnig myndarpiltur og al- gjör bindindismaður. Hann féll strax öll- um um borð vel í geð og áhöfn Akra- borgar var reyndar undir eins mjög vel samhent enda þurfti þess við á þrímöstr- uðu seglskipi. Akraborgina hafði Valtýr, eins og áður sagði, nýlega keypt frá Lysekyl í Svíþjóð og hét þá TOVA og var (sjámöuuuni bestu jóia og núávskveðjm oq foökkmn vuJskiptin á áúnu Vagnhöfða 10 - Sími: 567 3175 GSM: 897 5741 - Fax: 587 1226

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.