Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 6
116 NÁTTÚRUFR. / I • / 9.330 Nokkrir varpstaSir svartfugla (fuglabjörg') viS ísland. Stærstu deplarnir sýna hvar varpiS er mest. MeS strikum, dregnum út frá ströndinni, er landinu skipt í 7 parta, og tölurnar sýna, hve margir svartfuglar veiddust á hverjum þessara parta, áriS 1913. hafa með ströndum landsins, er það kunnugt, að nóg er um fuglabjörg frá Eyjafirði að Hornum, enda þótt þar sé miklu minni veiði en vestar. Meginið af fuglinum flokkast bersýnilega um fuglabjörgin við Vesturland, og vesturhluta Norðurlands, en vegna hvers? Til þess að svara þessari spurningu, verðum við að virða fyrir okkur árangur rannsókna, sem ekki virðast koma svartfuglinum mikið við. Sjórinn, sem umkringir ísland, er að flestu leyti einkenni- legri en nokkurt annað haf í heiminum. Við suður- og vest- urströndina er hinn heiti Gólfstraumur, en við norður- og aust- urströndina hinn kaldi Pólstraumur. Að austan eru takmörkin á milli þessara tveggja meginstrauma mjög glögg, eins og sjá má á 5. mynd I, þar sem sýndur er hitinn í apríl á 50 metra dýpi. Þessi mismunandi hiti, við ýmsar strendur landsins, hefir gagn- ger áhrif á allt dýralíf sjávarins, en þeir, sem fyrstir urðu til þess að rannsaka einstök atriði í þessari orsakakeðju, voru þrír Danir, fyrst og fremst prófessor Johs. Schmidt, og með honum

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.