Náttúrufræðingurinn - 1931, Síða 9
NÁTTÚRUFR.
119
fram, að fuglinn þurfi að koma upp, til þess að kyngja fæð-
unni, en það er vafasamt, hvort svo er.
Til þess að gefa yfirlit yfir mataræði svartfuglanna við
Vesturland á sumrin, vel eg eina langvíu, sem eg skaut, sem
dæmi. —
Kvarnir úr ýmsum fiskisei'Öum úr lang'víu-fóarni. AÖ eins lítill hluti af öllum
kvörnunum 1 fóarninu (stækkaö sjö sinnum).
1. 1 kokinu voru 40 þorskfiska-seiði, mestmegnis ýsu-seiði, og
vógu þau öll 10,6 gr.
2. Neðst í vélindinu og í kirtlamaganum, voru 43,7 gr. af grá-
leitu mauki með rauðum, gyltum og svörtum deplum. Svörtu
deplarnir voru augu seiðanna, sem fuglinn hafði neytt, gyltu
litarefnin stöfuðu af hinum svonefndu gúanin-krystöllum í
húðinni og slímhúðinni, en rauði liturinn stafaði af rauð-
átunni, sem fiskilirfurnar höfðu etið. Ekki var unnt að telja,
hve mörg fiskseiði voru í maukinu, en eftir fjölda sporð-
anna og augnanna, má gera ráð fyrir, að þarna hafi verið
leyfar af að minnsta kosti 110 fiskiungum, aðallega þorski
og ýsu.
3. í fóarninu voru 4,2 gr. af ýmsum leyfum, sérstaklega kvörn-
um, og beinum (eða brjóski) seiðanna. Þarna mátti telja