Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 20
130
NÁTTÚRUFR.
undan sleðanum, sem Skrælingjar önnuðust um. — Framundan
honum er borgarís mikill, og þegar hann nálgast hann, kem-
ur allt í einu bjarndýr framundan jakanum, skammt frá mann-
inum. Byssu sína hafði hann skilið eftir á sleðanum — sem er
óafsakanlegt hugsunarleysi, á þessum slóðum. ,,Nú voru góð
ráð dýr“, segir hann. „Dýrið nálgaðist mig, með hausinn hang-
andi niður. Það var gamalt, stórvaxið karldýr, og einmitt í því
lá mesta hættan. Því þó að bjarndýr flýi manninn venjulega,
þá eru þessi gömlu karldýr, sigurvegarar í hverju einvígi, vön
því, að vera óþægilega nærgöngul og víkja ekki undan neinu.
Enn þá hafði dýrið ekki tekið eftir mér. Eg leysti af mér skíð-
in með varfærni, tróð mér inn í sprungu á jakanum, en sökk
þar upp á lendar í mjúkan snjó. Nú komu nokkur augnablik,
sem munu aldrei líða mér úr minni. Dýrið kom þrammandi og
var ekki nema svo sem fimm skref frá mér, staðnæmdist þar
við skíðaförin, þefaði rækilega af þeim, reisti hausinn, horfði
fram á fjarðarísinn, og sneri sér svo við í áttina til mín. Nú
hafði það tekið eftir mér. Eg sá skýrt augun, brún og lítil, er
horfðu rannsakandi á mig. Leiftursnöggt greip mig sú hugs-
un, að nú ætti eg að stökkva fram úr fylgsni mínu, gera dýr-
inu bilt við og reka það þannig á flótta, en til þess þurfti meira
hugrekki en eg bjó yfir á þessu augnabliki. Nú sé eg dýrið yf-
ir mér — heldur það að eg sé selur? — Loks hættir bangsi að
stara á mig, hengir niður hausinn og labbar burtu, rétt eins og
eg væri alls ekki til“.
STÆRÐ OG ÞYNGD.
Hvítabjörninn er líklega stærsta rándýr jarðarinnar, og
er hann þó enn meiri að þyngd heldur en hann sýnist eftir
stærðinni. Ganglimirnir, hausinn, bolurinn, allt er jafn-mikil-
fenglegt. Fullvaxin karldýr verða upp undir 3 metrar á lengd
og er sagt að þau verði um 800 kg að þyngd. Kvendýrin eru
töluvert minni en karldýrin. Við höfðum ekki tæki til að vigta
þau dýr, er við veiddum á Gottu, en þyngdina má nokkuð
marka á því, að til þess að draga þau inn á þilfarið höfðum við
,,talíu“, 2 tvískornar blakkir, og drógu 3 menn, en þó var ekki
viðlit að draga dýrið upp, er öll þyngdin var komin á loft, með
öðru móti en því, að 4. maður „stoppaði við“ sem kallað er;
kaðlinum var brugðið undir slá eða tolla, mennirnir þrír drógu
sveigju á kaðalinn, en 4. maður dró svo af jafnharðan. — Að
eins fitan af einu dýrinu fyllti nærri oliufat. Húðin af 2 karl-