Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 1931, Síða 34
144 náttúrufr. komizt upj), en eg tel þuð þó víst. Eitt skipti lief eg hitt á að finna ungana nýkomna úr eggjunum. I eyju örskammt frá, porkelsey, hefir einnig orpið rauðbrystingur. Man eg ekki betur en hann yrpi [)á einnig í Miðlangey. Er því hér að rœða um tvo. I sumar hefir rauöbrystingur ekki orpið neinstaðar svo vitanlegt sé. Vona þó, að hann hafi ekki yfirgefrð okkur að fullu og öllu. Skáleyjum, 8. ágúst 1931. Gísli E. Jóhannesson. Kynlegír þúfatíttlíngar. Vorið 1928 fann eg þúfutittlingshreiður í spannardjúpri holu, graíinni af vatni ofan í viðarholt uppi á hálsi, sem gengur norður af Tunguöxl við mynni Bleiksmýrardals. í hreiðrinu voru 5 eða 6 dökkleit egg. Eg merkti við hreiðrið og um það var síðan iðulega vitjað, þegar leið að útungun. Einn daginn, seint í júní, voru ungarnir komnir úr öllum eggjunum. Þótti mér þá bregða kynlega við. Tveir af ungunum voru „ljóshærðir“, þar sem hinir voru 'stálgriir. Litur- inn sást svo greinilega á dúnrákum á vængjalimunum. Svo uxu ungarnir og þá varð allt glöggara. peir urðu allir fleygir á skömmum tíma. Og allt sumar- ið sást svo annar þessara tveggja, hvftu smáfugla á flögri kringum bæinn heima. En hinn livarf tiltölulega fljótt. Mikla athygli veittum við þeim og voru þeir í engu frábrugðnir venjulegum þúfutittlingum, riema þessu eina atriði. Um bastarða (kynblendinga) mun þó helzt að ræða. Eða livað annað? Vökuvöllum við Akureyri, 3. júlí 1931. Sigurður Kristinn Harpan. I sambandi við þessar fróðlegu upplýsingar um þúfutittlingana, vil eg geta þess, að fyrirbrigði það, sem nefnt er í greininni, er nokkuð algengt meðal fugla og spendýra. Einstaklingarnir, sem ver'ða fyrir þessu, eru alltaf hvítir, bæði á hár (eð,a fiður) og hörund, og regnbogahimna augans er vana- lega einnig meira eða minna litarlaus. Fyrirbrigðið stafar af því, að það vant- ar litarefni (Pigmentum) í slímlag húðarinnar (stratum Malpighii), en af hverju litarefnið vantar, veit enginn ennþá. Það kemur einnig fyrir við og við að menn fæðast með mjallahvítt hörund og alhvítt lmr. Fyrirbrigðið hefir fengið sératakt nafn á vísindamálinu, og nefnist þar albinismus, en einstak- lingur só, sem verður fyrir því, nefnist albinos. Orðin koma af albus (latína) og albino (Portugalska), sem bæði þýða hvítur. A. F. NÁTTÚRUFRÆÐINGURIKN hvetur alla þá, sem eirihverjar nýjung- ar hafa úr ríki náttúrunnar, smáar eða stórar, að láta ekki undir höfuð leggjazt að senda þær útgefendum blaðsins, svo þær geti birzt almenningi ef þær eru þess virði. Bþaðinu er ekki að eins það mark sett, að vera les- endunum til fróðleiks, heldur á það einnig að vera markaður fyrir fróð- leik, sem cf til vil-1 annars myndi glatast. pessi orðsending á erindi ti'l allra, en ekki sízt til læknanna og dýralæknanna.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.