Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 6
148 NÁTTÚRU'F'R. öðrum og mjög skýr og athugull maður. Við tókum fyrst svartan sand um fjöru, eins neðarlega og við gátum náð honum, og þvoð- um hann út í skál, eins og við værum að leita að gulli. Við at- huguðum svo jmrkaðar leifarnar með smásjá. Kom Oddur fyrst auga á sársmá hvít málmkorn, sem láu hér og hvar innan um sandinn, stundum í hrúgum. Af því eg hafði hvorki tekið með' mér nein áhöld eða efni til rannsókna, skrapp eg heim til að sækja þau, til þess að geta, þar á staðnum, séð hvaða málmar þetta væru. Við tilraunirnar og ítrekaða töku sandsins kom fram, að í sandinum fundust málmarnir vismút, tin og silfur. Sum. silfur- og tinkornin voru svo stór, að vel var auðið að rannsaka hvert korn fyrir sig. Er það í fyrsta sinn, sem eg hefi fundið tin hér á landi; mun þykja ólíklegt að það finnist hér, því að sjald- gæft mun vera, að tin finnist nema í praníí-bergtegundum. Nú er megnið af sandinum við sjóinn á Eyrarbakka ljós skelsandur,. mér datt því í hug, að athuga þann sand líka. Eg muldi því dá- lítið af honum, þvoði það mesta burt, og leysti svo afganginn. í kaldri þynntri saltsýru til þess að fjarlægja kalkið. Eftir urðu smá, hvít og gul málmkorn, sem segulstál tók ekki, og önnúr, ó- leyst efni. Eg leysti nú afganginn í kongavatni, lét sýruna gufa. burt, þurkaði leifarnar, vætti ]>ær aftur í saltsýru og þurkaði á ný og leysti síðan með saltsýru. Eftir að eg hafði síjað, felldi eg' lausnina með sínki, og fékk talsvert af svörtu botnfalli. Botn- fall Jætta leystist alveg í ])ynntri saltpéturssýru. Eg felldi svo> lausnina með ammoníaki. Kom ]>á fram greinilegt vismút-botnfall. Eg síjaði nú vismút botnfallið frá, og felldi á ný með natríum sulfid, en fékk ekkert botnfall. Hér gat Jm ekki um annað verið að ræða en hreint vismút. Ekki rannsakaði eg í það sinn með bræðslu, hvort silfur var í óleysta afganginum. Þegar eg var kominn að ]>essari niðurstöðu við rannsókn skelsandsins, datt mér í hug að athuga heilar skeljar, sem fund- ust við sjóinn. Tók eg öðuskel, kúskel, kufungsskel og sáralitla krabbaskel. Þessar skeljar rannsakaði eg hverja fyrir sig á sama hátt og skelsandinn, og komst að þeirri niðurstöðu, að hreinn málmur, eingöngu vismút, var í öllum skeljunum. Og við síðari rannsóknir mínar hefir komið í ljós, að málmurinn ligg- ur eins og samhangandi varnarlag í yzta lagi skeljanna. Það má ]>ví nota ]>á einföldu aðferð, að sverfa lagið utan af skelinni, t. d. ofan í aggat mortér, með ])jöl, hreinsa svarfið með saltsýru, koma kornin ]>á í ljós, og sjást stundum með berum augum og;

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.