Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 32
174 NÁTTÚRUFH. Skógarþröstur i vetrarvíst rceð hænsnum. Skógarþrestir eru farfuglar, sem koma liingað um sumarmál og fara -aftur í september og október á haustin. peir lialda sig að jafnaði inn til dala og í skóg'lendi til fjalla, meðan þeir dvelja hér, en lítið við sjó eða út til eyjn. — Viðkomustaði hafa þeir þó hér í eyjum í ferðum sínum. — Þó getur brugðið út af þessu. Vorið 1930 vajp skógarþröstur í Skáieyjum ;á Breiðafirði og kom þar upp ungum sín- um. En svo tælandi og villandi áhrif virðist eyjaloftið hafa haft á þennan frumbyggja, að einn af fjölskyldunni varð eftir um liaustið í eyjunum, og lifði þar allan síðastJiðinn vetur, og var hann þó harðari og illviðrasam- ari en í meðallagi. — Um haustið og fram á vetur var hann mjög styggur, lijelt sig' út um eyjar fjarri bæjunum og var þá oft blautur og mjög kaldur, að því er virt- ist. pá sjaldan hann kom heim að húsum, fékkst hann ekki til að tína brauð- mola eða annað smælki, er til hans var kastað, — enda nógir keppinautar um slíkt fóður í vetrarharðindum. En þegar verulega tók að harðna — þegar snjólög og ísar liuldu jörð- ina — vistaði hann sig í einum hænsnakofanum á eyjunmn og hjelt þnr til það sem eftir var vetrar. Hann kom rýr og hnípinn í kofann en virtist una þar hverjum deginum betur, við ylinn og kræsingar hænsnanna. Um sumai'mál var liann orðinn bústinn og sældarlegpn', og engu ósjálegri en félagar hans er komu um Svip- að leyti sunnan yfir hafið. Múla í Skfálmarnesi, í september 1931. Bergsveinn Skúlason. Ftíglaííf á Vatnsnesí. Skógariþröstur (Turdus iliacus. L.). Síðan -926 hafa margir skóg- arþrestir verið haust og vor hér á Hvammstanga. Skógarþrösturinn kemur hingíið vanalega snemma á vorin, og heldur þá til kringum hús og bæi, en hverfur þegai’ fer að líða að varptíma, og séy.t svo ekki aftur f\’r en um mánaðarmótin sept. —okt. á haustin, þegar hann er að fara. Hann dvelur hér oftast við mannabústaði kringum tvær vikur, haust og vor. 5. des. 1930 sást svartur fugl á Hvammstanga, dvaldi hann þar þang- að til í febrúar 1931, en hvarf þá. í hreyfingum og háttum líktist hann skógarþresti, en virtist lítið eitt minni. pað hefir komið fyrir að „svartir fuglar“ liafa sézt liér á haustin öðru hvoru síðan 1926, en eigi er víst hvort það hafa verið svartþrestir eða starrar. M á r'í a 11 a (Motacilla alba L.). Hún kemur vanalega um mánaðarmótin april—maí, og heldur sér mest við sjóinn. Verj)ir hér í klettasprungum og grjótholum. 22. maí 1922 byrjaði máríatla að byggja hreiður í grjótvegg við heyhlöðu hér heima hjá mér, og- var hreiðrið fullgert eftir vikutíma. 29. sarna mánaðar fór steindepill að búa um sig í sama vegg, ekki meira en meterlengd frá máríötluhreiðrinu, en þegar hann var hálfnaður með starf-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.