Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 18
160 XÁTTÚRUKR. st.). Suður og- vestur af henni er Algól; er hún í höfði Medúsu,. sem Persevs ber með sér. Stjarna þessi er misbjört. I>egar hún er björtust, er hún af 1. stærð, en af 4. stærð, þegar hún er minnst. Persevs var sonur Júpíters. Hann vann á óvættinum Medúsu. Hjó höfuðið af henni sofandi, og sneri andliti hennar frá sér á meðan. Ella hefði honum illa farnazt, því að allir urðu. að steini, er urðu fyrir augnaráði hennar. 12. Kassópeia (Cassiopeia) er vestar og hærra á lofti en Persevs. Jónas Hallgrímsson nefndi hana Maríurokk. Mun hún hafa heitið því nafni í Eyjafirði. Hún líkist W að lögun. Þetta merki er í Vetrarbrautinni, og eru flestar stjörnur ]>ess 3. stærð- ar. Kassópeia var drottning Cepheus konungs í Eþíópíu, og var Andromeda dóttir þeirra, sú er Persevs bjargaði frá óvættinum.. 13. Andromecla. Austasti hluti þessa stjörnumerkis sést á myndinni, miðja vegu milli Kassiopeiu og Hrútsins. Nær það all- langt til vesturs, sem ekki sést á myndinni. Þar eru tvær stjörn- ur af 2. stærð, Sirrah (tvístirni) og Mirach, en allar hinar minni. Andromeda var gefin Persevs í launaskyni fyrir það, aS hann frelsaði hana frá sjóskrímslinu. Þrjú af þeim merkjum, sem hér hafa verið talin, teljast tiE dýrahringsins (Zodiacus), Hrúturinn, Nautið og Tvíburarnir. I Dýrahringnum eru 12 stjörnumerki. Skipa þau sér í hring út frá braut þeirri, er oss virðist sólin fara eftir um himininn á einu ári. En í raun og veru er það ]>annig, svo sem kunnugt er, að jörðin hreyfist í kringum sólina á einu ári. Frá jörðunni séð, virðist þá sólin færast frá einu stjörnumerki Dýrahringsins til annars, og hefir farið fram hjá þeim öllum, ])egar árið er á enda, og ákveðinn hluta ársins borið í hvert þeirra. Hin stjörnumerki Dýrahringsins, talin í röð til vinstri (austurs), frá Tvíburunum, eru þessi: Krabbinn, Ljónið, Jóm- frúin (eða Meyjarmerkið), Metin (eða Metaskálamerkið), Sporð- drekinn, Bogamaðurinn, Steingeitin, Vatnsberinn og Fiskarnir. Ekkert af þessum 9 stjörnumerkjum sjást á myndinni hér að ofan. I umgerðinni á titilblaði almanaksins, sem Þjóðvinafélagið gefur út, eru táknmyndir af öllum 12 stjörnumerkjum Dýra— hringsins. G. G. B.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.