Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUPR. 171 eyjunum upp á Suðurströndina. Hefir kunnugur maður sagt mér, að það muni hafa verið Þorsteinn Jónsson héraðslæknir í Vest- mannaeyjum, á síðustu tugum 19 aldar, sem byrjaði á þessu. Tilefni þess, að farið var að byrja á þessu, mun hafa verið það, að menn höfðu veitt ]jví eftirtekt, að ýms reköld bárust á furðu- skömmum tíma frá Vestmannaeyjum upp á fjörurnar í Landeyj- um. Fyrstu tilraunir með slíkar bréfasendingar tókust vel. Flösk- urnar með bréfunum skiluðu sér á furðu-skömmum tíma til lands, og lentu oftast í Landeyjum. Voru dæmi til þess, að þær eigi væru nema 12 tima á leiðinni til lands. Var bréfaflöskunum varpað í sjó, þegar vindur stóð af hafi til lands. Við Landeyjar, og á sundinu milli Vestmannaeyja og lands, segja menn, að skifti straumum með sjávarföllum. Við útfall liggi straumar þar austur á bóginn, en um aðfall vestur með landi. Reyndist mönnum hentast að varpa flöskunum í sjóinn í Vest- mannaeyjum, þegar aðfall væri að byrja; þá farnaðist ]>eim bezt. Urðu þessar flösku-póstsendingar all-algengar, og héldust ]>angað til síminn var iagður til eyjanna. Eigi voru þau bréf frímerkt, sem lögð voru í flöskurnar, nema beinlínis væri til þess ætlast. að þeim væri komið á póst í landi; en til launa handa þeim, er flöskuna findi og kæmi bréfinu til skila, var lagður spannar- eða kvartelslangur munntóbaksspotti með bréfinu í flöskuna. Var ]>að viðurkenndur gjaldgengur burðareyrir. I>ó að menn telji, að þessar bréfaflöskur hafi alla-jafna náð áfangastað, mun mörg flaskan hafa farið afvega og ekki skilað sér. Eitt sinn rak eina slíka flösku frá Vestm.eyjum á f jöru í norð- enverðum Noregi. Eigi hefi eg getað grafið upp, hvaða ár það var, eða hve lengi flaskan var á leiðinni. En eg hygg, að það hafi verið um 1890, því að eg heyrði þess getið 1897. Þótti mönnum undarlegt, að flaskan skyldi berast ]>essa leið, því að engir bein- ir hafstraumar liggja frá Vestmannaeyjum til Noregs. Eftir því sem talið er, rennur aðal-hafstraumurinn frá Vestmannaeyjum (kvísl af Golfstraumnum) vestur fyrir Reykjanes, síðan norður með Vesturlandi og austur með Norðurlandi. Fyrir Austfjörðum tekur kaldur straumur við (Austur-Islandsstraumur), og ber suð- ur með landi og beygir til austurs við suðausturhorn landsins, og kemst sá straumur nærri ströndum Noregs, en er þó skilinn þar frá landi af Golfstraumskvíslinni, er þar fellur norður með Noregi. Líklegast er, að áframhald Austur-ilslandsstraumsins hafi fleytt flöskunni mest áleiðis til Noregs. En varla er það senni- legt, að hún hafi fyrst flækst með áður nefndum straumum, ná-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.