Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 7
ZNÁTTÚRUFR. 149 stundum með smásjá. Eru kornin stundum hvít, einkum ef lítið •er af málminum, en stundum gullg’ul. Nú var eftir að vita, hvaðan skelin gæti dregið þennan málm að sér, og hlaðið honum sem varnarlagi utan á sig. Eigi þótti mér líklegt, að skelin gæti dregið að sér vismút úr sjónum, enda mun hreint vismút ekki leysast í klórsýru, mér datt því í hug, að leita að málminum í hraungrjótinu sem liggur undir öllum flóanum, og sem allur skergarðurinn á Eyrarbakka er framhald af. Hraungrjót þetta er víðast bláleitt, og með hvítum eitlum eða kvarts möndlum. Eg tók fyrst stein úr sjógarðinum, í .svonefndum Gónhól. Leysti eg hann á sama hátt og skelsandinn, ■eftir að eg hafði þvegið burt steinefnið, eftir föngum og fór að ■öðru leyti eins að. Við fellinguna með ammoniaki kom greinileg vismút felling í ljós. Óuppleysta afganginn, sem var lítill, bræddi ■eg með lóðpípu með kolsúrum soda, þvoði bræðsluna í aggatmor- téri og fann þar örsmá silfurkorn. Síðar, er heim kom, bræddi eg þennan stein í deiglu, 30 gr. af steinmulningnum með 60 gr. af rauðblýi, 30 gr. af kolsúrum soda, 30 gr. af bórax o. s. frv. Blýkongurinn sem niður kom var 16 gr. Eg lét blýið svo gufa burt í svonefndum ,,muffuofni“ og varð greinilegt silfurkorn eftir, en ekkert gull reyndist í því. Þá gerði eg bráðabirgðar rannsókn á hraunsteini frá Litlahrauni •og reyndist vismút í því. En að silfri leitaði eg ekki. Þegar eg fór austur á Eyrarbakka kom eg við á Litlu-Sandvík og veitti }>ví eftirtekt, að hraunsteinar þeir, sem túngarðurinn er hiað- inn úr, voru óvanalega bláleitir að lit. Eg fór því þangað og tók þ>ar sýnishorn, sem eg rannsakaði til bráðabirgðar. Eg smá- muldi steininn, þvoði burt megnið af mulningnum og sá þá, að í þessum steini var allmikið af hreinum málmkornum. Eg gat á- kveðið að í þessum kornum var vismút og tin. Tinið reyndi eg á þann hátt, að eg lét falla nokkra dropa af saltsúrri lausninni á platínublikk, og stakk þar ofan í sinkstöng. Lausnin í platínu- blikkinu, sem var gulleitt, varð brátt mjög dökkgrá og eins og grautur til að sjá, en hvarf fljótt er eg dró sinkstöngina til baka. Er þetta talin örugg svörun (Reaction) á tini, eins og líka síðar reyndist. Miklu meira var af tini í sýnishorninu en af vis- múti. í afganginum eftir lausnina, sem eg bræddi með lóðpípu, fann eg dálítið af silfri. Þegar eg kom heim, bræddi eg þennan stein með rauðblýi, sóda, bórax o. s. frv. á sama hátt og steininn frá Gónhól, og fékk svolítið silfurkorn, nokkur gr. í tonni. Við

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.