Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 27
IníÁTTÚRUFR. 169 Guíl í sjónam. „Lengi tekur sjórinn við;“ svo hljóðar íslenzkur málshátt- ur. Þetta er sannmæli. Síðan vötn skópust á jörðinni, hafa ár og iækir verið sí-streymandi til sjávar og borið með sér möl, sand, leir, og margskonar uppleyst efni, til sjávar og í sjó fram .Frá .alda öðli hafa og öldur hafsins, nagað, brotið og mulið berglög cg aðrar jarðmyndanir við strendur landanna. Framburð ánna og það, sem brimöldurnar hafa losað úr ströndum landanna um miljónir ára, hefir hafið svelgt í sig. Sumt hefir dreyfzt út um hafsbotnana, en sumt hefir leyst upp og blandazt sjávarvatn- inu. Auk þess hefir gosaska og ryk af landi, sem vindar hafa þyrlað upp, borizt í loftinu út yfir höfin og að lokum lent í gini sjávarins. Yér getum því búizt við, að vart sé það frumefni að finna í fastalögum jarðarinnar, að eigi hafi meira eða minna af því borizt niður í hít hafsins. Meiri hluti þessara efna safnast saman á mararbotni, en j>ó má ætla, að eitthvað leysist upp og blandist leginum, af ]>eim efnum, sem á annað borð geta runnið í vatni. Það er alkunnugt, að selta sjávarins stafar að mestu af matarsalti (natriumklorid = NaCl), sem er uppleyst í sjónum. Svo er talið, að seltumagn sjávarins sé að meðaltali 35°/ou eða '35 kg. í 1000 kg. vatns. En af ]>essum 35 kg. af föstum efnum, sem eftir verða, ef 1000 kg. sjávar eru látin gufa upp, eru að eins rúm 27 kg. matarsalts, hitt eru ýmiskonar önnur efnasam- bönd eða frumefni; er svo lítið af sumum þeirra, að örðugt eða ómögulegt er að ákveða hve mikið sé af þeim. Næst matarsalti er mest af beizkjusalti (klórmagmíum eða magníumklóríd = Mg CL, 6H-0), 3,4 kg. í 1000 kg. sjávar, brennisteinssúrt mag- níum (magníumsúlfat = MgS04, 7Hl.O) 2,3 kg., gips (CaS04, 2HlO), 1,3 kg. klórkalíum (KCl), rúmlega hálft (0,6) kg., bróm magníum (MgBv.) 50 gr. og kolsúrt kalk (CaCO:i) aðeins 40 gr. í 1000 kg. sjávar. Þó lítið sé af kolsúru kalki í sjónum, er það mjög mikilsvert fyrir fjölmörg skeldýr í sjónum, er búa til úr þeim skeljar sínar. Enn minna er af kísil (Si02) í sjónum; þó lif- ir sægur af smádýrum (kísilsvampar og radíólaría) og jurtum (kísilögur eða díatomeur) í sjónum, sem gera sér skeljar úr hon- um. Fyrir löngu síðan rannsakaði danski efnafræðingurinn og .jarðfræðingurinn J. G. Forchhammer (f. 1794, d. 1865) all-ræki-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.