Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFR. 173 sóknir á yfirborðshalla í sambandi við landskjálfta, er kom í Kii 4. júlí 1924.1) I Tanaba, 121/2 mílu (enska) frá upptakasvæði landskjálftans, komu jarðhallabreytingar greinilega í ljós 20. júní. Þessar hallasveiflur héldu áfram þangað til 3. júlí, þá komst hallinn í samt lag aftur. En daginn eftir kom landskjálftakipp- urinn. — Höfundar beggja þessara greina álíta, að þessar óvanalegu hallabreytingar hafi verið fyrirboðar landskjálftanna. Sé svo, er nokkur von til að slíkar rannsóknir geti leitt til þess, að hægt verði að segja fyrir um komu landskjálfta. G. G. B., Ugíavarp í Hoíttim. í blaðinu „ísafokl og Vörður" nr. 35, er sagt frá því, að ugluhreiður hafi f'undizt á Eyrarbnkka s. 1. vor. petta var tilefni til þess, að eg rita þessar línur, um uglur, sem hafa orpið hér nærlendis. — Vorið 1929 fanu stúlka, sem hjá mér er, hreiður með 8 eggjum, í viðarrunna (smá kjan’i) hér í högunum. Voru þau hvít að lit, lík að istærð og litlu stokkandar egg. Stúlk- an þekkti þegar að fuglinn, sem af eggjunum flaug, var ugla. Höfðu tvær uglur haldið sig á þessum stöðum allt vorið áður (1928) en ekki gátum við þá fundið egg þeirra. Uglan annaðist eggin vel, (sat allt af á) og var þó Idaglega komið að hreiðrinu, því að lambám var smalað þar í kring. Eggin fundust snemnia í maímánuði. Fjórir ungar komu út — hitt urðu fúlegg.. Ungarnir urðu mjög misþroska og einn hvarf alveg úr hreiðrinu fárradaga, í júní var hætt að koma að hreiðrinu. Þá voru ungamir talsvert stálpaðir, sérstaklega fór einum þeirra vel fram. Langt fram á sumar sáust uglurnar nálægt því, er hreiðrið var. þetta vor, 1929, heyrði eg talað um, að fundizt hefðu 2—2 ugluhreiður nærlendis. Eitt fannst í Safamýri, nálægt Bjólu- hverfi, og annað fannst frá Köldukinn hér í sveit. Var það hreiður á mýri, sem er í minni Jandareign. priðja hreiðrið fannst, að mig minnir þetta vor, í svo kölluðum Veili hér í sveitinni. — Nú í vor fann systir mín, er gætti að lambám, ugluhreiður með 7 eggjum, að kalla má á sama stað og vorið. 1929. Eg Já veikur er hreiðrið fannst og gat því ekki að hreiðrinu komið, en efa ekki, að það var ugluhreiður. En svo sorglega vildi til, að öll eggin,. voru eyðilögð, þegar komið var að hreiðrinu, f’áum döguin síðar — ekki nema skurnið eftir í hreiðrinu. Hefir annaðhvort krummi, sem var að ala upp. börn sín hér í nágrenni, eða illa innrættur maður, hrellt ugluhjónin.2) Ölvesholtshjáleigu í Holtahreppi, 4. okt. 1931. Arni Arnason. !) Proc. Imp. Acad. Tokyo 1929., VoJ. 5, bls. 4(i0—462. 2) Eigi vitum við með vissu, Jivaða uglutegund þetta hefir verið; ef til vill hefir það verið brandugla, Útg.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.