Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 7
Náttúrufr. - 30. árgangur - 1. hefti - 1.-54. síða - Reylijavík, april 1960 Sturla Friðriksson: íslenzku hreindýrin Á öræfum norðaustan Vatnajökuls bjóða hreindýrin íslenzkri vetrarveðráttu birginn. Þar er viðkoma þeirra eðlileg og, hvað þroska snertir, standa þau sízt að baki frændum sínum, lappahrein- unum í Noregi og Finnlandi. Síðan fyrstu hreindýrin voru flutt hingað til landsins árið 1771 hefur oltið á ýmsu um hagi þeirra. Hafa þau stundum notið full- kominnar friðunar, og þeim þá jafnan fjölgað, en annað veifið hefur verið leyfð veiði á stofninum, og þá oft verði gengið svo nærri honum, að hreindýrum hefur jafnvel verið útrýmt í sumum byggða- lögum, þar sem þau höfðu áður numið land. Fyrstu dýrin, sem flutt voru til landsins voru ættuð úr norður Noregi. Var þeim komið fyrir í Vestmannaeyjum, en þar dó helm- ingur hópsins strax á fyrsta vetri. Var þeim, sem eftir lifðu þá sleppt á land í Rangárvallasýslu. Seinna á 18. öldinni voru hreindýr þrívegis send til landsins og þeim sleppt á land, ýrnist á Reykjanesskaga, eða norðan við Eyja- fjörð og síðast í Múlasýslu árið 1787. Allir þessir hópar náðu að auka kyn sitt og mynda heilar hjarðir, sem reikuðu um öræfi og heiðarlönd. í upphafi var það ætlun þeirra, sem að innflutningi hreindýr- anna stóðu, að landsmenn kynnu að geta nytjað dýrin á svipaðan hátt og Lappar, og var jafnvel ráðgert, að Lappafjölskyldur yrðu fengnar til þess að kenna íslendingum að temja og meðhöndla þau- Var þó fallið frá því ráði og talið líklegra, að hreindýrin kæmu landsmönnum að meiri og betri notum, ef þau væru látin ganga villt og aðeins höfð til veiða. Stöku sinnum hefur þó verið reynt að handsama kálfa og temja

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.