Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 12
f)
NÁT TÚRUF RÆÐIN G U R1 N N
lands á dag af þurrlendisfóðri, en af 47.12 fermetrum á votum flesj-
um. Kvígan þarf Iiins vegar aðeins gróður af 31.39 og 23.22 fer-
metrum af hvorri tegund gróðurlendis.
Tafla. II. — Hundraðshlutar efna i mfólk.
Þurrcfni Eggjalivíta Fita Mjólkursykur Aska
Nautgripir........ 12.00 3.30 3.20 4.60 0.80
Ásauðir........... 16.43 5.15 6.18 4.17 0.93
Hreindýr erlent . . . 35.75 10.91 19.73 2.61 1.431
Hreindýr íslenzkt .. 33.50 12.70 17.36 1.38
Virðist nú mega reikna út frá þessu, hve stórt beitiland dýrin
þurfi yfir árið, og í framhaldi af því, hve mörg dýr ákveðið land-
svæði geti borið. Kæmi iit við slíkan reikning, að hvert dýr þyrfti
2 hektara gróins lands, og öll hjörðin, sem nú er um 2500 dýr,
þyrfti þá firnrn þúsund hektara lands sér til fóðuröflunar yfir árið.
Þess háttar útreikningur er þó ekki réttmætur, því að fæða dýr-
anna og uppskera nýtilegs fóðurs er misjöfn á ýmsum tímum árs.
Er fóðrið sennilega einknm frábrugðið yfir vetrarmánuðina, en
•ónóg vetrarbeit er efalaust fyrst og fremst það, sem einkum tak-
markar afkomu dýranna.
Til þess að fá vitneskju um það atriði er nauðsynlegt að skoða
magainnihald dýra að vetri til og fylgjast með háttum þeirra á
þeim árstíma.
SUMMARY
The Reindeer in Iceland
by Sturla Friðriksson
Universily Research Institute Departement of Agriculture, Reykjavík.
The reindeer is not nativc lo Iceland, hut was introduced from Norway in
1771. It never was domisticated but is found in a wild state in the interior of
thc eastern part of the country, where it is becoming an important game animal.
Its population, which is now approximately 2500, has iluctuated greatly during
1) B. Bleyer. Handbuch der Milchwirtschaft, Bd. 1 bls. 21, Berlin 1930