Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 16
10 NÁTTÚRU FRÆ1) I N G U R I NN stóð þó að flestu leyti til bóta. Sýnir þetta þann ægishjálm, sem Aristoteles bar yfir samtíð sína og eftirmenn um óralangan tíma. En það sýnir líka, hve óráðlegt það er að taka allan sannleika góð- an og gildan, aðeins ef hann hefur verið kenndur nógu lengi og nógu mikils metinn maður hefur lialdið honum fram. Bók Aristotelesar, Meteorologica, var í rauninni miklu meira en veðurfræði, því að hún fjallaði um flest eðlisfræðifyrirbæri heirns- ins, stjörnur, lofthaf og jörð. En meginkenning hans í veðurfræði var sú, að gufuhvolfið væri gert af tveimur efnum, í fyrsta lagi þurru lofti, eins konar reyk, og í öðru lagi vatni. Vindinum líkir hann við árnar. Uppruna þeirra telur hann þann, að jörðin gefur sums staðar frá sér vatn, sem þéttist síðan úr loftinu vegna kulda, rignir niður og rennur burt í lækjum og fljótum. Á sama hátt telur hann, að jörðin gefi sums staðar frá sér meira loft en annars staðar, og hlýtur það þá að streyma þaðan sem vindur. Geta má þess, að nokkuð skyldra hugmynda gætir í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. IJar segir svo: „Orsakirn- ar til jiess, hversu stormasamt er á íslandi, eru í fyrsta lagi lands- lagið með háum og lágum fjöllum, sem sundur eru skorin af dölum og skörðum, einnig sjórinn og loftið, sem hreyfzt getur mótstöðulaust í kringum landið, og loks hinir duldu súggangar, sem hvarvetna liggja í sundurgröfnum iðrum landsins." Þegar Eggert ritaði þetta, var komið langt fram á 18. öld, og er svo að sjá, sem hann geri hugmyndinni urn hina duldu súgganga ekki mjög hátt undir höfði, því að hann telur þá skýringu á eftir hin- um. Má túlka jjetta svo, að veldi Aristotelesar hafi jtá verið farið að minnka meðal náttúrufræðinga, enda mun svo hafa verið. Áður en skilizt er við Aristoteles, skal sagt frá hugmynd hans um döggina, áfallið. Hún var sú, að á daginn ber eldurinn, sólar- hitinn, vatnið úr jörðinni upp í loftið, en þegar nóttin kemur, missir hann byrði sína, svo að hún fellur sem dögg eða hrím. Er þetta vissulega ekki fjarri sanni. Á dögum Aristotelesar er svo að sjá, sem aðaláttirnar hafi verið taldar fjórar, en auk J?ess átta milliáttir, svo að alls urðu þær tólf. Má geta þess um leið, að fyrir einurn áratug var tekin upp skyld skipting vindátta í alþjóðlegum veðurskeytum, Jió þannig að hún er nú þrefalt nákvæmari, þar sem sjóndeildarhringnum er skipt í 36 hluta. Er þetta að vísu vafasöm framför frá þeirri skiptingu,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.