Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 17
1. mynd. Hér cru sýndar tvær af höggmyndunum á Vindaturninum í Aþenu.
Til vinstri cr sunnanvindurinn Nolos, cn til iiægri norðanvindurinn Boreas.
sem áður var. En á annarri öld fyrir Krist lítur út fyrir, að menn
hafi verið búnir að koma sér sarnan um skiptinguna í átta áttir,
fjórar höfuðáttir og fjórar milliáttir, norðaustur, suðaustur, suð-
vestur og norðvestur. Um það ber vitni hið fræga Horologium,
sem kallað er Turn vindanna, og Andronikos Kyrrhestes reisti í
Aþenu. Mun turn þessi hafa verið ætlaður sem eins konar sólar-
klukka eins og enn tíðkast í skemmtigörðum. Að ytra útliti er
liann áttstrendur og á hverri hlið eru höggmyndir, sem eiga senni-
lega að lýsa einkennum vindáttanna. Skal nú þessum lágmyndum
lýst nokkru nánar.
Boreas heitir norðanvindurinn, persónugerður sem dúðaður öld-
ungur, og heldur á kuðungi. Flann er kaldastur allra.
Kaikias er landnyrðingurinn, hörkulegur öldungur, sem heldur
á skál með haglkornum. Þykkt loft og mikið skýjafar fylgir hon-
um.
Apeliotes er austræningur, ungmenni sveipað slæðum og ber
ávexti í fangi sér, kornstengur og hunangskamb. Hann er hlýr,
enda kominn úr átt sólaruppkomu.
Euros er landsynningur, aldraður og veðurbarinn, hlýlega
klæddur og heldur kyrtlinum fyrir andliti sér til að bera af sér
storm og regn.
Notos er hinn raki sunnanþeyr, sent hvolfir regninu t'ir leir-
keri.
Lips er útrænan blíða, suðvestanáttin, og heldur á skipsstefni
til marks um gott leiði.
Zefyros er vestanáttin mild og ljúf, nær allsnakin, en ber blóma-
safn í létLum slæðum sínum.