Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 23
NÁTTÚRUFRÆÐÍNGURINN
17
4. mynd. Nýlegt vcðurkort frá Vcðurstofunni í Reykjavík.
loftvogarbreytingu, vind og raka á aðeins tveim slíkurn stöðvum
í Miðevrópu:
„Það tók mig ungann úr sex vikum að teikna upp skýrsluformin
iyrir útreikningana og finna 6 klst breytingu á þrýstingi, vindi og
raka á tveimur stöðvum. Skrifstofa mín var heybingur í kaldri
herbergiskytru. Með æfingu gæti meðalreiknari kannski verið tíu
sinnum fljótari. Ef reiknuð væri þriggja klukkustunda breyting í
einu lagi, gætu 32 rnenn tekið að sér tvær stöðvar og þó með
naumindum liaft við veðrinu. Er þá ekki tekið tillit til þess, að
mikið mundi vinnast, ef flóknum útreikningum yrði skipt niður í
einfaldari þætti, sem hver maður fengi æfingu í. Ef hver stöð
gilti fyrir ferhyrning 200 knt á hvern veg, þyrfti 3200 stöðvar á
hnettinum. í hitabeltinu breytist veðrið oft lítið, og gætum við
því látið okkur nægja 2000 stöðvar. Þyrfti því 32x2000 = 64000
reikningsmenn til að reikna veðrið jafn liratt og það breytist. Það
er ógnarlegur fjöldi. Vera má, að eftir nokkur ár mætti gera út-
reikningana einfaldari. En þó svo væri, yrði þetta að vera veður-
stofa fyrir allan hnöttinn, eða fyrir þau svæði, þar sem veðrabrigði
eru nokkur að ráði, og mundi hver skrifstofumaður aðeins fást
við að reikna út eftir tiltekinni formúlu og öðlast sérþekkingu á
henni. Vér skulum vona, þeirra sjálfra vegna, að við og við fengju
þeir að breyta örh'tið til um verkefni!"