Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 24

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 24
18 NÁTT0 RUFRÆÐIN GU RIN N Síðan heldur Richardsson áfram: „Eftir allar þessar strembnu röksemdafærslur mætti maður kannski leika sér að dálítilli hugar- smíð. Hugsum oss mikla lwelfingu, líkasta leikhúsi, nerna hvað stúkurnar og svalirnar ná allt í kring, einnig þar sem sviðið er venjulega. Veggir hvelfingarinnar eru þannig málaðir. að þeir mynda hnattlíkan. f hvirfilpunkti er norðurheimskautið, England á efstu svölum, hitabeltið á miðsvölum og Ástralía á þeim neðstu, en suðurpóllinn í botni gryfjunnar. I þessari veðrahöll vinnur ara- grúi af skrifstofumönnum að því að reikna veðrið hver unt sig fyrir þann hluta lieims, þar sem liann situr, en hver og einn fæst aðeins við eina formúln eða hluta af henni. Vinnunni í hverj- um heimshluta stjórnar skrifstofustjóri. Hvarvetna er veðrið á stundinni sýnt á spjöldum, sem sýnileg eru í næstu löndum. Á þann hátt fæst samband milli suðurs og norðurs á hnettinum. Neðst úr gryfjunni rís ntikil súla, sem nær rniðja leið til lofts. Efst á henni er stór pallur. Þar situr stjórnandi leikhússins, en í kringum hann eru nokkrir aðstoðarmenn og sendiboðar. Ein af skyldum hans er að sjá til þess, að jöfnum reikningshraða sé haldið um allan hnöttinn. Að þessu leyti líkist hann hljómsveitarstjóra, þar sem hljóðfærin eru reikningsstafir og reiknivélar. En í stað tónsprotans beinir hann rauðum Ijósgeisla að hverju því landi, þar sem reikningsntenn ern komnir á undan öðrum, en bláu til þeirra, sem dregizt hafa aftur úr. Fjórir rosknir skrifstofumenn á stjórnpallinum safna saman veðurspánum um leið og þær berast og senda þær með blástursröri inn í kyrrlátan sal. Þar eru þær settar í skcyti og símaðar til útvarpsstöðvar. Sendiboðar bera stafla af útskrifuðum eyðublöðum niður í kjallarageymslur. I húsi nokkru í nágrenninu er rannsóknastofnun, þar sem menn finna upp end- urbætur á fyrirkomtdaginu. En margar tilraunir eru gerðar í smá- um stíl áður en nokkuð er hróflað við hinurn flóknu störfum í reikningshöllinni. í kjallaranum er áhugasamur maður að skoða straumana í geysistóru keri, sem snýst um sjálft sig, en enn sem fkomið er virðist heppilegra að nota reikningsaðferðina. í öðru ihúsi eru allar venjulegar skrifstofur fyrir fjármál, bréfaskriftir og :stjórn stofnunarinnar. En fyrir utan eru leikvellir, hús, fjöll og vötn, því að ekki er til of mikils mælzt, að þeir, sem reikna út loftstraumana, fái að anda þeim að sér eftir vild.“ Þannig fórust Richardsson orð í bók sinni, en í formálanum

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.