Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 38
30
NÁTTÚ R U FRÆÐ1 N G U R I N N
2. mynd. Loðfíll. — Teikning Boltunoffs 1804.
lenzkan sendimann, Evert Ides, til Kína. Þegar heim kom, skýrði
Ides frá því, að tennur, bein og jafnvel heilir fílsskrokkar finnist
í jörðu í N.-Síberíu við fljótin miklu Yenesj og Lena, allt norð-
ur að hafinu frosna. Komi þessar leyfar í Ijós við ísabrot á vorin,
þegar ísinn bylti urn bökkum og hólmum. Sé verzlað með fílabeinið
þar eystra. Sagnir gengu og um, að fílarnir hefðu lifað þar fyrir
ævalöngu, þegar loftslag var hlýrra.
Seinna sendi Pétur mikli þýzkan náttúrufræðing, G. Messer-
schmidt að nafni, í rannsóknarferð til Síheríu, m. a. til að ráða gát-
una um hina grafandi fíla og fílabeinið, sem Ides hafði sagt frá.
Messerschmidt frétti, að nýlega hefði fundizt fílsskrokkur í þiðn-
andi skafli. Hafði rússneskur hermaður farið á staðinn árið 1724,
en þá reyndist skrokkurinn að mestu etinn upp af úlfum og lítið
eftir nema höfuðið. Mikael nokkur hafði þó séð stóra ræmu af
þykku skinni, þöktu brúnleitu hári, líku geitarhári, en þetta hefði
þó áreiðanlega ekki verið geitarskinn og ekki af neinu dýri, sem
hann þekkti. En gætu þetta ekki verið leyfar af dýrinu Behemoth,
sem getið er í ritningunni? Féllst Messerschmidt á þá skoðun.
Árið 1771 fann annar þýzkur náttúrufræðingur, P. S. Pallas,
hluta af miklu hræi í ís við eina þverá Lenu. Þetta dýr var klætt
þykku, dökkbrúnu hári, með löng, svört hrosshárskennd hár innan