Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 42
34
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
getað verið srnurð fitu til varnar vætu. Gæti blautur feldurinn
liafa frosið að skinni í óveðrum. Varia liafi heldur hinar bognu
skögultennur dugað mikið sem vopn. Á afturfótum loðfílanna er
hornkenndur kragi, Jíkt og aukaneglur og Irugði Neuville þetta að-
eins til trafala. Dýrin liefðu sem sé verið orðin úrkynjuð, þ. e. óhæf
að standast hin hörðu lífskjör. B. Heuvelmans o. 11. henda hins
vegar á, að magar hinna fundnu dýra hafi verið fullir af jurta-
fæðu. Hið ]>ykka fitulag undir húðinni hljóti að hafa verið ágæt
kuldavöm; hornkraginn á fótunum geti hafa verkað sem lágklauf-
ir og gert dýrunum auðveldara að ferðast um í hleytu og snjó.
Skögultennurnar noti fílar nútímans ekki síður sem kylfur en lag-
vopn og það hafi loðfílarnir líka getað gert.
En hvers vegna liðu þá fílarnir loðnu undir lok? Fjöldi liefur
eflaust farizt, el' jökultímaskeið hefur gengið mjög snögglega í garð.
Þegar mjög tók á hinn hóginn að hlýna í Evrópu, hafa þeir senni-
lega leitað undan norðaustur á hóginn í stórum hjörðum. Hafa þá
margir fari/.t í jökulefju og stórfljótum. En varla er þetta nægileg
skýring. Margt er enn á lmldu í þessum efnum.
Samtímis loðfílum Iifðu í vestanverðri Evrópu hreindýr, elgur,
heimsskautarefur, jarfi, læmingi o. II. dýr. Hafa þau fundið sér
hæli einhvers staðar, t. d. í Skandinavíu, Alaska og Síberíu. En
hvers vegna ekki loðfíllinn? Stóru dýrunum hefur sennilega veitzt
erfiðara að laga sig el'tir hreyttum skilyrðum eða flytja sig nógu
langt og lljótt húferlum. B. Heuvelmans kveðst að vísu efast um
að loðfíllinn sé útdauður með öllu. Sögur af viðureign manna og
loðfíla geta varla hala lifað í 10 þúsund ár. En þær gætu fremur
átt rót sína að rekja til dýranna, sem menn hafa fundið frosin í
jörð, líklega í margar aldir. Eitt dýrið fannst t. d. í heilu lagi
standandi upprétt í ís og virtist stara til sævar. Slík sjón hlaut að
hafa mikil áhrif á frumstæða menn, sem liugðu dýrið e. t. v. lif-
andi, aðeins í dvala. Þetta varpar birtu á sögurnar um hin risa-
vöxnu snæ- eðát jarðhúandi dýr, senr þola ekki dagsljósið.
Flest loðfílahræ hafa fundizt í freðmýrum Síberíu. En er nú
víst að hann sé fyrst og l'remst freðmýradýr samt sem áður? Skrokk-
arnir liafa varðveitzt hezt í frostinu, en vel geta dýrin líka hafa lifað
á hlýrri stöðum. Sennilega hafa loðfílarnir reikað mikið um líkt og
hreindýrin, og haldið langt norður á hóginn á surnrin. Síðasta ísöld
virðist ekki liafa náð Asíu verulega. En skóglendin miklu (Taiga)