Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 44
Jón Jónsson:
Mórinn á Skeiðarársandi
I sambandi við rannsóknirnar á HoLfellssandi sumarið 1951 lór-
um við, sem að þeim unnum, snögga l'erð vestur á Skeiðarársand,
til þess að fá yíirlit yfir svæðið, sem Skeiðarárhlaupin fara yfir.
í farvegi hlaupsins frá 1948 fundum við allstórt stykki af mó-
kenndum jarðvegi, og lá það um 500 m frá jökulröndinni. Auð-
sjáanlega hefur það borizt með hlaupinu undan jöklinum.
Ekki er þetta í fyrsta sinn, sem þvílíkt rekald kemur úr Skeiðará,
því að í safni jarðfræðistofnunar háskólans í Kaupmannahöfn er
geymdur móköggull, sem Jónas Hallgrímsson fann á ferð sinni
um Skeiðarársand 23. júlí 1842. í riti Jónasar segir svo um þetta:
,,Paa Skeiðarársanden bemærkede jeg en mængde adspredte Stykker
Törv og enkelte avbrudte og splittede Birkestammer, som Jökel-
■elvene liavde lbrt med sig ud fra Jökelens Grund, og noksom be-
viser at den er rykket frem over en i förrige tider frodig Egn.
Pröver er medtagne saavel herav som av det fine, bleghvide Jökel-
ler, der karakteriserer alle Jökelelvers Bundfald." (Jónas Hallgr.:
Rit III bls. 217).
Þegar Niels Nielsen skoðaði Skeiðarársand og verksummerkin
eftir hlaupið 1934, fann hann þar líka móstykki, sem hlaupið
hafði borið fram. Það virðist því síður en svo vera óvenjulegt, að
'Skeiðará flytji með sér leifar af gróðri, sem einu sinni óx þar, sem
nú er jökull.
Móstykkið, sem fannst á sandinum 1951 var um 1 m2 og um
0,60 m þykkt. Auðsjáanlega var um venjulegan mýrarjarðveg að
ræða, en skógarleifar voru ekki í þessu.
Tvö dökk öskulög voru í mónum. Smásjárrannsókn hefur leitt
í ]jós, að lítið eitt af birkifrjókornum er í mónum. Þannig feng-
ust samtals 16 birkifrjókorn úr 4 smásjárprufum. Hins vegar er í
honum mikið af frjókornum ýmissa grasa. í mónurn er mikill fjöldi
kísilþörunga, og ber þar íangmest á stórvöxnum Epithemia teg-