Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 45
NÁT'I'ÚRUFRÆI) I N G U RI N N
37
Skeiðarársandur og Skeiðarárjökull. Einlivers staðar undir jöklinum er mómýri.
Skeidardrsandur and Skeidarárjökull. Somewhere benealh ílic glacier there rnust
be rernains of old peat bogs. Ljósmynd (Photo): Jón Jónsson.
undum, en að ö.ðru leyti er þörungaflóran svipuð því, sem hún
er yfirleitt í mómýrum hér á landi.
Sýnisliorn af mó þessum hefur nú nýlega verið aldursákvarðað
með C14 aðferð á rannsóknarstofu liáskólans í Uppsölum, og hefur
Dr. Ingrid Olsson haft það verk með höndum. Sýnishornið, sem
fékk númerið U 77, reyndist vera 4970 ± 100 ára gamalt.
Aldur mósins sýnir það, sem raunar var að vænta, að hann hef-
ur myndast á hlýviðrisskeiðinu eftir lok síðustu ísaldar. Enn þá
vitum við harla lítið um, hvernig loftslagi var liáttað hér á landi
á þessum tíma, en talið er, að í Skandinavíu hafi það verið hlýtt
og rakt. Rannsóknir hala leitt í ljós, að um 2000 árum f. Kr., þ. e.
um 1000 árum eftir, að mórinn á Skeiðarársandi myndaðist, náðu
skógarnir um 200 m hærra en nú upp í l'jöll Skandinavíu.
Við vitum ekki, hvenær Skeiðarárjökull lagðist yfir mómýri
j^essa og ekki heldur, hvar undir jöklinum hún liggur nú falin.
Við vitum aðeins, að fyrir um 5000 árum var einlivers staðar þar
mómýri, sem nú er Skeiðarárjökull.