Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 47
NATT ORUFRÆDINGURINN
39
höfðu um svipað leyti fundið nokkrar skeljar sömu tegundar á
leirunum við Dyrhólaós. Taldi ég þá fengna skýringu á því, hvað-
an skelin, sem við Jóhannes fundum, væri upprunnin. Af ýms-
um ástæðum gat ekki orðið af því, að ég athugaði þetta nánar það
sumar. Leið svo fram á útmánuði, að ég hitti Ingimar, og hafði
honum í millitíð borizt 3 eintök af Mya arenaria, er ungur áhuga-
maður, Pátl Einarsson, fann á Þinganesfjörum í Skarðsfirði sum-
arið 1958.
Ingimar gaf tegund þessari íslenzkt nafn og kallaði hana sand-
s k e 1. Gott nafn, þar sem skeldýr þetta grefur sig ofan í botnlag
þess vatns, er það lifir í. Enn fremur er það góð þýðing á danska
nafninu „Sandmusling". Þegar Ingimar sá skel þá, er við Jóhannes
fundum, taldi hann vafalaust, að um sandskel væri að ræða. Þó var
erfiðara að greina liana vegna þess að þetta var aðeins hægri skel.
Samdist svo með okkur, að láta bíða að geta þessa fundar að sinni,
en að ég gerði nánari athugun við Dyrhólaós t ið tækifæri.
Svo var það 2. ágúst síðastliðinn, að ég fór til frekari leitar að
sandskel við Dyrhólaós. Fann ég þá tómar skeljar í hundraða tali
norðan undir Dyrhólaey austanverðri. Sumt voru hálf-opnaðar sam-
lokur, og í tveim voru nokkrar leifar af dýrinu. Ekki þarf að liafa
verið langur tími, frá því að dýrin dóu, því að mikil mergð er
af marfló í ósnum, og er hún sennilega fljót að hreinsa innan úr
skeljunum, þegar dýrið er dautt. Ekki tókst mér að finna lifandi
eintak. Á svæði því, sem sandskelin var á, voru ennfremur hrann-
ir af dauðum krækling, Mytilus edulis, mjög smáum. Skýringin
á því, að svo mikið var at skeljum á þessum bletti, mun sú, að í
vor, eins og oft endranær, hlóðst sandur í útfallið og stíflaðist
þá ósinn all-mikið. Hefur orðið allt að tveggja metra djúpt vatn
þar sem skeljarnar voru. Þarna er laus sandbotn, mjög vikurkennd-
ur. Þegar ósinn náði sér út aftur og fjaraði af sandinum, hefur
sandurin þornað og bókstaflega fokið ofan af skeljunum, því að
undir er malareyri, sem skeljarnar hafa ekki getað grafið sig ofan í.
Ekki verður á þessu stigi sagt um, hve langt er síðan sandskelin
hefur numið land í Dyrhólaós, en stærð skeljanna bendir til, að
nokkur ár séu síðan hún tók sér þar bólfestu, þó að ekki hafi
orðið kunnugt um það fyrr. Stærsta eintakið, sem ég fann í sumar
sem leið, var með 74 mm langar og 38 mm breiðar skeljar. Eru
þær allmiklu stærri en þær skeljar, sem Páll Einarsson fann í