Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 54
NÁTTÚ RUF R.TT) INGURINN
46
Jarðfræðirannsóknir nokkurra erlendra manna
hér á landi hin síðari ár.
G. P. L. WALKEll, Geology oj the Reydarjjördur areu, Eastern Icelaiul. Quart.
Journ. Vol. 114, pp. 367—393, 1939.
BEITRAGE ZUIi KLIMAGESCHICHTE ÍSLANDS.
I. M. Schwarzbach. Allgemeiner Uberblick der Klimageschichte Islands.
Neues Jb. Geol. Palaont. Mh. 1955, pp. 97—130.
II. H. D. Pflug, Sporen und Pollcn von Tröllatunga (Island) und ihre
Stellung 7.u den pollcnstratigraphishen Bildern Mittcleuropas. Neues
Jb. Abh. 1956, pp. 409- 430.
III. H. Straka, Pollenanalytische Untersuchung eines Moorprofils aus Nord-
Island. Neues Jb. Mh. 1956, pp. 262-272.
IV. M. Schwarzbach, Das Vulkangebiet von Hredavatn (West-Island). Neues
Jb. Abh. 1956, pp. 1—29. (Hér einnig um surtarbrandinn við Hreðavatn).
V. E. Schönjeld, Fossile Hölzer von Island. Neues Jb. Abh. 1956.
VI. M. Schwarzbach und H. D. Pflug, Das Klima des jiingeren Tertiárs in
Island. Neues Jb. Abh. 1957. pp. 279-298.
VII. R. Simonsen, Postglaziale Diatomeen aus Island. Neues Jb. Mh. pp.
25-32, 1958.
VIII. LI. D. Pflug, Sporenbilder aus Island und ihre stratigraphischc Deutung.
Neues Jb. Abh. 1959, pp. 141—172.
M. G. RUTTEN, Geological Reconnaissance of the Esja-Hvaljjörður-Arrnanns-
fell area, Southwestern Iceland. Verhandl. van het kon, ned. geol.-mijn-
bouwkundig Genootschap. Deel XVII, 1938, pp. 219—298.
M. G. RUTTEN and H. WENSINK, Geology of thc Hvalfjördur-Skorradalur
area (Southwestern Iceland). Geol. en Mijnbouw. 21, 1939, j>p. 172—181.
ísland er svo að segja algerlega hlaðið upp úr liraunum og öðrum gosefn-
um og hefur sú upphleðsla staðið, með mörgum hléum, frá því snemma á
tertiera tímanum og fram á þennan dag. Á gosahléum varð stundum mjög
mikil landeyðing, brot og verulegur mishalli jarðspildna. Jarðlög eru sfzt rugl-
ingslegar sett hér á landi en víða annarsstaðar en þó hefur reynzt alveg sér-
staklega erfitt að rekja þau í einstökum dráttum, aldursákvarða hinar ýmsu
deildir og fá fram óslitna sögu hinna jarðfræðilegu atburða. Þetta stafar fyrst
og fremst af fábreytileik jarðlaganna og vöntun á dýraleifum. I-Iraunlög frá
ýmsum tímum eru svo lík að innri og ytri gerð að ill- eða ógerlegt er að raða
þeim í aldursflokka nema þar sem þau koma fyrir í sama bergstálinu. Á
milli slíkra staða er bergið hulið á stórum svæðum og sambandið slitnar.
Jarðfræði landsins hefur því lengi verið og er enn full af spurningarmerkjum.
Úr þessu verður ekki bætt nema með mikilli þolinmæðisvinnu, eins nákvæmri
kortlagningu einstakra svæða og unnt er og rækilegri rannsókn ýmissa sér-
atriða.