Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 14
8 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sem var suðaustan Vítis, tæmzt, líklega af völdum þessarar sprungu- myndunar. Næstir á vettvang til að skoða hveraumbrotin í Öskju urðu Guðmundur E. Sigvaldason og Tómas Tryggvason. Þeir komu þang- að h. 19. okt. Nokkrar breytingar höfðu orðið á hverunum. Syðstu hverirnir voru kulnaðir, en hinir nyrztu voru óbreyttir. Á miðri jarðhitalínunni liafði myndazt stór leirhver, sem kraumaði mjög mikið í, og gengu sletturnar 2 m í loft upp. Frá gígholunni lá mjór leirgeiri suður á fjöllin, og grjót hafði kastazt um 200—300 m veg. Augsýnilega hafði orðið gos í hvernum, líklega þriðjudaginn 17. okt. Á meðan þeir félagar athuguðu grjótdreifina frá fyrsta gufu- gosinu, geystist skyndilega upp mikill gufustrókur og reif með sér leir og grjót tir hvernum og kastaði því 100 m í loft upp (4. mynd). Hver þessi liefur verið nefndur Hrekkur. Þess var áður getið, að nýju leirhveranna hafi fyrst orðið vart h. 10. okt. Líklekt er, að jarðhitasprunga liafi opnazt vegna hreyfinga hraunkviku ofarlega í jarðskorpunni h. 6. okt., en þann dag um hádegisbilið sýndu jarðskjálftamælar Veðurstofunnar þrjá væga jarðskjálftakippi í Dyngjufjöllum. Næstu daga mældust og nokkrir vægir jarðskjálftakippir. Fimmtudaginn 26. okt. um kl. 1430 sáu flugmenn og farþegar í flugvél á leið til Akureyrar gosmökk mikinn stíga upp úr skýja- breiðunni í stefnu á Dyngjufjölh Um kl. 18 sáu bandarískir her- flugmenn glóandi hraunelfu streyma út um Öskjuop. Samkvæmt frásögn þeirra mun gosmökkurinn þá vart hafa verið lægri en 10000 m að hæð. Samkvæmt jarðskjálftamælum Veðurstofunnar mun gosið hafa liafizt rétt fyrir eða um 11-leytið fimmtudaginn 26. okt. Þennan dag skráðu mælarnir tvo jarðskjálftakippi með skjálftamiðju í Öskju. Fyrri kippurinn varð kl. 1050, og var stærð lians1) um 4,2. Seinni 1) Staerð jarðskjálfta er mæld eftir útslætti skjálftans á jarðskjálftalínuriti. Jarðskjálftar valda eigi tjóni, fyrr en þeir eru af stærðargráðunni 4,5—5,0 en tjónið er einnig háð upptakadýptinni. Aukning stærðarinnar um 1 gráðu táknar 100 sinnum meiri hreyfiorku. Mestu mældir jarðskjálftar eru af stærðar- gráðunni 8,6. í daglegu tali er yfirleitt talað um styrkleika jarðskjálfta, og er þá miðað við það, sem menn verða varir við, eða tjón það, sem þeir valda. Þannig getur jarðskjálfti lítillar stærðar valdið miklu tjóni, verði hann í þéttbýli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.