Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1J Fyrstu nótt gossins munu glóandi hraunstrókarnir líklega hafa náð a. m. k. 300 m. hæð. Á þriðja degi gossins var mesta hæð hraun- strókanna 150—200 m og fjórða daginn aðeins 75—100 m. Viku síð- ar köstuðust glóandi liraunsletturnar aðeins upp fyrir gígbarm- ana, sem þá voru orðnir um 30 m liáir (10. mynd). Þegar horft var niður í gígana, virtist sem hraunkvikan ólgaði og „syði“, enda má til sanns vegar færa, að svo hafi verið. „Suða“ þessi er tilkomin vegna útstreymis gosgufanna úr hraunkvikunni, er hún kom upp úr gosrásinni, og má líkja þessari „suðu“ í liraun- kötlunum við kraum í leirhverum, nema hvað allt var liér stór- kostlegra á að líta. Úr „sjóðandi“ hrauninu í gígkötlunum risu hvítglóandi hraun- strókarnir ýmist beint upp eða á ská út yfir gígbarmana. Var af þessu mikill og stöðugur gnýr. Einkum var tilkomumikið að horfa þvert á gossprunguna og sjá 300 m langan eldvegginn (6. og 7. mvnd) með logaböndum, sem geystust 30—35 sinnum á mínútu tugi eða hundruð m í loit upp. Slíkurn eldvegg er bezt lýst. með orðum Jóns Helgasonar í Áföngum: Logandi standa í langri röð ljósin á gígastjaka. Ærið voru hraunstrókarnir breytilegir til að sjá, enda misjafn ofsi í gosinu. Oftast var ofsinn þó rnestur í austustu og vestustu gígum virku sprungunnar. Hraunflygsurnar kólnuðu, er ofar dró í strókunum, og féllu síð- an ýmist í gígana aftur eða á gígbarmana og flöttust þar út rauð- glóandi. Gosgufur og uppstreymi hitaðs lofts rifu ösku og allstórar hraunflygsur úr hraunstrókunum og þyrluðu þeim hátt í loft upp. Askan og gjallflygsurnar Ijárust síðan fyrir vindi. Gjallmolarnir féllu oft niður alllangt frá eldstöðvunum með skrjáfandi liljóði, en askan barst lengra og sáldraðist yfir snæviþakin fjöllin. Hi'aunstrókar heita á erlendum málurn lava fountains, og eru þeir velþekktir frá gosum í Mauna Loa og Kilauea á Hawaii. Þegar fyrstu daga gossins ldóðust upp 25—30 m háir gígbarmar á eystri hluta sprungunnar, en á vestari hluta gossprungunnar, sem aðeins var virkur fyrstu klukkutímana, eru aðeins lágir gjallrimar. Vestast er reyndar aðeins um lítil gjall- og hraunhrúgöld að ræða,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.