Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 22
12
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
sem virðast hafa ýtzt upp með snjóþekjuna yfir sér án þess að bræða
liana að ráði.
Upphleðsla gígbarmanna virðist hafa verið mjög háð vindátt-
inni, enda bældi vindurinn hraunstrókana mjög og bar hraun- og
gjaliflygsurnar til hlés (8. mynd). Voru suðurbarmar gíganna miklu
hærri en nyrðri barmarnir, enda var norðanáttin ríkjandi fyrstu daga
gossins. Einnig skáru hraunelfurnar norðurbarmana mjög sundur.
Þess var áður getið, að hraunflygsurnar úr hraunstrókunum
hafi flatzt út glóandi, þegar þær komu niður úr fluginu. Saman-
bræddir hraunklebrarnir í gígbörmunum mjökuðust síðan hægt
frá sprungunni sem hraunstraumur. Storknuð gjallhúðin sprakk
víða á gígbörmunum eða rifnaði vegna hreyfingar hraunkvikunn-
ar tindir niðri, og sást oft í glóandi hraunið í gegnum rifurn-
ar (11. mynd).
Þegar fyrsta sólarhring gossins náði lengsti hraunstraumurinn
7—8 km lengd, eða — með öðrum orðum — hraunjaðarinn hefur að
meðaltali færst 5 m/mín. Sennilegt er, að á þessum sama tíma liafi
hraunið, sem kom upp úr gösrásinni, numið að meðaltali 700—800
m3/sek. Fyrstu klukkutímana hefur það vafalaust verið mun meira.
Þriðja og fjórða gosdaginn, 28. og 29. okt., hafði dregið mjög úr
hraunrennslinu frá sprungunni, og mun það þá tæplega hafa
verið nreira en um 200 m3/sek. Næstu dagana og vikurnar dró síð-
an jafnt og þétt úr hraunrennslinu. Til samanburðar má geta þess,
að meðalrennsli Ölfusár við Selfoss er 386 m3/sek.
Einnig liafði runnið lítil hraunspýja til suðurs frá gossprung-
unni, og gufaði mikið úr þessu hrauni fyrstu dagana, enda mun
það hafa runnið yfir skafla, sem voru innan Öskjuops, án þess að
bræða þá strax (13. mynd).
Hraunið rann fyrstu 2 vikurnar í tveim eldám til norðurs um
skörð í gígbörmum vestustu og austustu gíga virku gossprungunn-
ar, en einmitt í þessum gígum var að jafnaði mestur ofsinn í hraun-
strókunum. Hraunárnar sameinuðust tæpum 1 km norðan eldstöðv-
anna og runnu síðan í einum straumi til austurs gegnum Öskjuop.
Nóttina 27.-28. okt. var hraði hraunjaðarsins 8 krn frá eldstöðv-
unum 1 m/mín., og var þetta mesti rennslishraði, sem mældist,
eftir að jarðfræðingar voru komnir á vettvang. Hraunbrúnin var lág
þarna, aðeins 1—2 m að hæð. Glóandi hraundeigið seig álram hæg-
um straumi, og lýsti mikið af því, enda var það lítið hulið gjalli.