Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 29

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 29
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 19 Helgi Hallgrimsson: íslenzkir pípusveppir K ú a 111 b b i er gamalt íslenzkt sveppnafn. Einna elztar lieim- ildir um nafnið er að finna í riti Gísla Oddssonar biskups, De mirabilibus Islandiae (um 1720). Þar er kúalubbinn talinn til „ætilegra róta“. I Grasnytjum (1783) getur Björn Halldórsson um kúalubba, kallar hann Boletus bovinus og lýsir honum svo: „pileo haemisphaerico, brunneo" (liattur hállkúlulaga, brúnn). Hin stutta lýsing Bjarnar bendir ótvírætt til, að hann eigi hér við algengasta sveppinn af ætt pípusveppanna, sem sé Boletus sca- ber, og í þeirri merkingu notar Stefán skólameistari nafnið í Plönt- unum (1913), liann segir: „Kúalubbi heitir stór, móleitur pípu- sveppur, algengur hér á landi í skóglendi.“ Kúalubbinn er einn algengasti sveppur hér á landi og hittist alls staðar þar, sem er kjarr eða skóglendi. Hann virðist vera al- gerlega bundinn við birkið og fylgja því. Þetta er nokkuð algengt fyrirbrigði meðal sveppanna, að vissar tegundir þeirra séu tengdar vissurn trjátegundum. Ef athugaðar eru rætur þessara trjáa sést að rótarbroddarnir, einkuin þeir vngstu, eru hvítloðnir af sveppþráðum (mýzeli) og oft aflagaðir á ýmsan liátt. Sveppurinn spinnur sig utanum ræturnar og inn í þær, milli frumanna. Er hér um að ræða eina tegund samlífis (sýmbíósu) og nefnist fyrirbrigðið svepprót eða mýkorhiza. Einstöku jurtir, sem hafa slíka svepprót, eru hættar að afla sér fæðu á eigin spýtur, en láta sveppinn sjá fyrir sér, svo er t. d. nm eina íslenzka jurt, kræklurótina (Corallorhiza trifida). Hjá trjánum er ekki um svo náið samband að ræða. Þó kem- ur það oft í ljós, að ýmis tré ná ekki fullum þroska nerna með aðstoð sveppa. Svo er og líklega um íslenzka birkið. Margir fleiri sveppir en kúalubbinn eru tengdir birkinu. Spretta þessir sveppir jafnan upp, ásamt kúalubbanum, þar sem birki hefur verið gróðursett í nýtt land. Má t. d. nefna loðmylk-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.