Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURl N N
23
3. mynd.
Ætilubbi.
Eintök úr
Eyjafirði.
(Ljósm.: H. H.).
1961, í Vaglaskógi. Síðan hefur hann fundizt á nokkrum stöðum
við Eyjafjörð austanverðan, í Aðaldal og loks eitt eintak í Egils-
staðaskógi á Héraði.
Að ætilubbinn befur leynzt fræðimönnum svo lengi, á hann senni-
lega að þakka líkingunni við kúalubban.
Ætilubbinn er víða um lönd talinn einn bezti ætisveppur, sem
völ er á. Er hann á Norðurlöndum þekktur undir nafninu Karl-
Johanns-sveppur, en á þýzku nefnist hann Steinpilz.
F1 a u e 1 s s v e p p u r, f 1 a u e 1 sl u b b i
Bolelus subtomentosus (L).
Hatturinn 3—10 cm á breidd, brún-
leitur eða brúnn, vaxinn þéttu, stuttu,
flauelskenndu hári (tomentum), oft
sprunginn. Pípulagið brennisteinsgult;
pípurnar víðar, kantaðar. Stafur gulleit-
ur, oft röndóttur ofan til.
Vex í skógum og lyngmóum, á stangli.
Kundinn fyrst 1935 af Christiansen. Vex
víða á Norður- og Austurlandi og einn-
ig fundinn á Laugarvatni.
Piparsveppur, piparlubbi Boletus piperatus Fr.
Fremur smávaxin tegund. Hatturinn hvelfdur, leðurkenndur,
brúnn. Pípulagið nær samlitt, alstafa. Stafurinn einnig brúnleitur,
4. mynd. Flauelssveppur (2/3
náttúrleg stærð).