Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 34
24 N ÁT T Ú R U F R Æ ÐIN G U R I N N en oft sítrónugulur neðst og mjókkar niður. Með brennandi beizku pipar-bragði. Talinn eitraður. (Svo eitraður er liann að minnsta kosti ekki, að óhætt er að smakka á honum. Eitursveppir hafa margir mjög sterkt bragð). Fyrst fundinn í Egilsstaðaskógi af P. Larsen (1922). Vex í flestum skógarleyfum norðanlands og austan. Auk þeirra tegunda, senr hér hafa verið nefnd- ar, hefur fundizt hér Boletus castaneus Fr. Fann Ostenfeld liann skammt frá Grjótnesi á Sléttu (um 1900). Hann hefur þó ekki fundizt aftur og sleppum vér því að lýsa honum hér. Þá er rétt að geta hér eins pípusvepps, sem kallaður hefur verið Boletus laevis og er lýst af Eliasi Fries í riti hans Epicrisis. Segist Fries hafa fengið eintak af svepp þessum hjá Raben greifa (ferð- aðist um Island 1821). Þessi tegund hefur hins vegar aldrei fundizt aftur, hvorki hér né erlendis. Páll Larsen telur því enga ástæðu til að telja þetta sérstaka tegund, hér muni aðeins hafa verið um afbrigði af Bol. scaber að ræða, sem af tilviljun hafði sléttan staf, en það einkenni ber helzt á milli. Verður þetta að skoðast sem Salómonsdómur yfir þessari einstæðu teguncl. Vera má þó, að ekki séu öll kurl kornin til grafar. Svo sem áður er getið, er kúalubb- inn afar breytileg tegund og munu mörg afbrigði leynast innan hans. Þarlnast það allt nánari rannsóknar. Loks má geta þess, að með áframhaldandi innflutningi barrviða til landsins er líklegt, að inn muíii flytjast enn nýjar tegundir pípusveppa, eða séu jafnvel þegar komnar. Vill höfundur þessarar greinar biðja menn að hafa augun lijá sér í því efni. 5. mynd. Pipar- sveppur (2/3 nátt- leg stærð). HEIMILDARRIT - LITERATUR Christiansen, M. P. (1941). Studies in the larger Fungi of Iceland. Bot. of Icel. Vol. III. Ferdinandsen, C. og 0. Winge (1943). Mykologisk Exkursionsflora. Gams, Helmut (1953). Kleine Kryptogamenflora v. Mitteleuropa. Halldórsson, Björn (1783). Grasnytjar. Larsen, Paul (1931). Fungi of Iceland. Bot. of Icel. Vol. III. *

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.