Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 40
30 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN gangagarðar eins og á flatlendinn. Það fer ekki milli mála, að hér er um forn sjávarmörk að ræða. Sjór hefur á löngu skeiði staðið hér 30—40 m yfir núverandi sjávamiáli og þá smám saman étið sig eins og sög inn í landið og þannig myndað hinn slétta flöt á Bú- landsnesinu. Þessi strandeyðing í hörðu blágrýti er miklu stór- kostlegri en svo, að hún hefði getað orðið á þeim stutta tíma, sem sjór stóð hér hátt eftir síðustu ísöld. Hins vegar virðist sennilegt, að sjór hafi þó á þeim tíma náð upp að mótum flatarins og mynd- að nokkra hamra þar, einkum að sunnanverðu, milli bæjanna Háls og Búlandsness. En í heild er bæði flöturinn og mót hans við hlíðar miklu eldri, enda verður að telja, að hér sé um hluta þess strandflatar að ræða, sem rekja má víða kringum landið. Á Mið- norðurlandi hef ég rakið hann nánar og komizt að þeirri niður- stöðu, að hraun við utanverðan Skagafjörð, sem hafa öfuga segul- stefnu, séu yngri en strandflötuiinn (2). Hann var þess vegna full- gerður snemma á pleistosen (ísaldatímanum). Öruggt verð ég að telja, eins og áður er sagt, að jöklar Wúrm- ísaldarinnar hafi ekki náð út á hið étna láglendi á Búlandsnesi, og sama á við um strandræmuna út með Berufirði að norðan, sem einnig er hluti hins forna strandflatar. Við þetta má svo bæta tals- verðu iandi, sem nú er undir sjó, eða alltaf út að 50 m dýptarlín- unni, 2. mynd. Hitt er svo annað mál, hvort þessar niðurstöður eigi einnig við um fyrri ísaldirnar. Um það er að svo komnu ekki hægt að dæma og verður það að liggja milli liluta. Þótt þessar atliuganir nái til lítils svæðis má þó styðjast við þær til þess að gera sér hugmyndir um fleiri íslaus svæði á Austfjörð- um. Virðist mega reikna með því, að jöklar síðustu ísaldar hafi yfirleitt náð rétt út í fjarðarmynnin og verið þar þunnir. Það þýðir, að múlarnir milli fjarðanna liafa verið auðir utan til og þá sér- staklega suðurlilíðar þeirra. í norðurhlíðum hafa verið fannir og smájöklar, enda ber þar víða á fornum jökulbotnum. I þessum auðu suðurhlíðum, svo og á auðu láglendi fram af múlunum, hef- ur gróður og lágdýralíf getað þróazt, í góðu samræmi við niður- stöður dýra- og grasafræðinga. Ljóst er, að á Austfjörðum eru góð skilyrði til ýmissra ísaldarrannsókna, þar sem annars vegar mætti afmarka íslaus svæði með jarðfræðilegum rannsóknum og hins vegar bera saman gróður og dýralíf á hinum íslausu svæðum og þeini sem jöklar gengu yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.