Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 44
34
N ÁT TÚRUFRÆÐINGURINN
smávaxinn, halalaus kuðungur, hvítur að lit, stuttvaxinn og gild-
vaxinn með snubbóttum hvirfli. Vindingar eu 4—5. Yfirborðið er
með langfellingum niður á rnóts við efra munnvik. Þar fyrir neðan
eru aðeins þvergárar, 7—10 að tölu.
Aðeins eitt eintak án dýrs hefur fundizt í Faxaflóa
og var það 2 mm að lengd. Dvergstrýtan á annars
heima í austanverðu Atlantshafi, frá nyrztu ströndum
Noregs og suður að Miðjarðarhafi. Hefur þó fundizt
aðeins á djúpsævi við Færeyjar.
Langnökkvinn telst til sömu ættkvíslar og breið-
nökkvi (Lepidopleurus asellus), sem er algengur í
Faxaflóa og víðar við vesturströnd landsins, en hann
er miklu lengri og mjórri og með kúptari líkama og
allt að því söðulbakaðan mæni. Mænihorn og þak-
hyrnur eru ógreinilegar og möttulfaldurinn örmjór.
Yfirborð skeljanna einungis smákornótt. Liturinn er
breytilegur, er hann ýmist gulhvítur, gráhvítur eða
grásvartur.
Tegund þessi fannst við Vestmannaeyjar árið sem
leið, en á hve miklu dýpi er ekki vitað. Lengd hins
fundna eintaks er 6,0 mm og breidd 3þ£ mm. Þekk-
ing á útbreiðslu langnökkvans er ærið gloppótt, og
er meginorsök þess, hve djúpt liann heldur sig. í austanverðu At-
lantshafi hefur hann fundizt bæði við Norður- og Suður-Noreg,
svo og í nánd við Bretlandseyjar, á 300—800 m dýpi. Við austur-
strönd Norður-Ameríku er nökkvinn kunnur úr St. Lawrence-flóa
og Maine-flóa; dýpi 300 m og þar yfir.
Hið íslenzka eintak langnökkvans er varðveitt í náttúrugripasafni
gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum.
SUMMARY
Novelties on Mollusca from Icelandic waters
by Ingimar Óskarsson.
University Research Institute, Department of Fishery, Reykjavík.
In this paper the author treats two species o£ Mollusca recorded for the
íirst time in Icelandic waters. Tliese species are: Chrysallida spiralis (Mont)
and Lepidopleurus alveolus (Sars). Of the first mentioned species only one
4. mynd.
Langnökkvi
(Lepidop-
leurus
alveolus).
Mikið
stækkaður
(Úr G. O.
Sars).