Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 48
38
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
brúnarinnar því sem næst frá suðri til norðurs upp með Múla-
kvísl.
Austan í Háfelli eru allmiklir hamrar úr hreinu móbergi, lítt
eða ekki lagskiptu. En þar sem brúnin tekur að lækka norður af
fellinu, fer lagskiptingar að gæta, einkum ofan til, og liallar lög-
unum norðnorðaustur. Ekki er að sjá að neinir blágrýtisgangar
séu í móberginu á þessum kafla.
Þegar kemur inn í slakkann sunnan við Núpakamb, breytist
þetta. Þar fer að verða mikil íblöndun af blágrýtismöl, misjafn-
lega grófri, í sumum móbergslögunum. Og þegar kemur norður
fyrir gamla Núpaveginn, koma í ijós tvö því nær lárétt blágrýtis-
lög, sem virðast vera hraun að uppruna.
Neðra lagið er úr mjög hörðu, smástuðluðu blágrýti, sem brotn-
ar við högg líkt og tinna eða gler, þannig að gárabogar verða á
brotsárinu. Efra blágrýtislagið er með stærri stuðlum, sem meira
ber á, og virðist vera úr mýkra bergi.
Þar sem bezt sér til jarðlagaskipunar fyrir gróðri og jarðvegi,
litlu norðar en vegurinn hefur komið niður á sandinn, er hún
sem hér segir:
1. Neðst, niðri við sand, er móleitt molaberg með miklu af
blágrýtismolum, og eru sumir þeirra nokkuð máðir, en ekki fann
ég á þeim neinar rispur, er bent gætu til, að um jökulberg væri
að ræða.
2. Yfir því liggur neðra blágrýtislagið (BI á 1. mynd)
3. Þá kemur móberg, sem hefur allt útlit gosmóbergs; og efst
í því er a. m. k. sums staðar túfflag, sem er með smágerri lag-
skiptingu og virðist eindregið hafa setzt til í vatni. Ekki gat ég
fundið það þykkara en um eitt fet.
4. Þar yfir liggur efra blágrýtislagið. (BII á 1. mynd)
5. Næst yfir blágrýtinu liggur móberg það, sem skeljakúlurnar
(xenólítarnir) finnast í, og mun ég kalla það framvegis kúlnalagið.
Þetta móberg er allmikið lagskipt, og eru kúlurnar ofarlega í
því, í lagi, sem er víða ekki þykkara en 2—4 m. Bergið virðist
mjög venjulegt gosmóberg, en er þó víða mjög mjúkt og losara-
legt og að því leyti ólíkt því móbergi, sem geymir skeljakúlui'nar
í Skammadalskömbum. í Núpum eru kúlurnar sums staðar mun
harðari en bergið, sem þær eru í, svo að fyrir kemur, að þær skags
fram, er það veðrast. En í Skammadalskömbum er þessu öfug