Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 43 leyti vissar tegundir steingervinga, og má samkvæmt Jrví flokka kúl- urnar í fernt. Nær sú flokkun bæði til kúlnanna í Núpum og í Skammadalskömbum. 1. flokkur. Smáger basaltmöl, mismunandi gjallkennd, mjög blandin fínum leir. Helztu steingervingar: Tellina obliqua, Venus gallina ogSpisula solida; enn fremur Acteon noae (tvö eintök), en hvorki liann né Tellina obliqua hafa fundizt í annarri gerð kúlna en þessari. Kúlur af þessum flokki, sem ég tel elztan, hafa ekki fundizt í Núpum. 2. flokkur. Leirborinn sandsteinn, svipaður að grófleika fjöru- sandinum hér við suðurströndina. Helztu steingervingar: Cyprina islandica, sem finnst raunar einnig í 1. og 3. flokki, en er algengust í þessum; enn fremur Macoma calcarea og Mytilus edulis. í þess- um flokki er mjög h'tið af Spisula solida, og Venus gallina finnst Jrar ekki. 3. flokkur. Nokkru fínkornóttari og leirbornari en 2. flokkur. Helztu steingervingar: Macoma calcarea og Mytilus edulis. Aðrar tegundir finnast þar ekki sem samlokur (þ. e. í lífsstellingum), en að vísu lítið eitt af Cyprina islandica og þá aðeins stakar skeljar eða brot. 4. flokkur. Dökkur sandsteinn, sem slær á grænleitum blæ í nýhöggnu brotsári, stundum blandað máðum völum úr mjög dökku basalti. Þetta set er aldrei lagskipt, en lagskiptingar gætir oft í hinum flokkunum. Af þessari gerð eru allra stærstu kúlurnar, allt að 100 cm í þvermál. Þessar kúlur eru yfirleitt steingervingalausar, en þó hefur komið fyrir, að ég Iiafi fundið í þeim staka skel eða brot af Mytilus edulis og brot úr Cyprina islandica. Þennan flokk tel ég yngstan, og eru allir flokkamir hér að framan taldir í ald- ursröð, eftir því sem ég fæ næst kornizt. Kúlurnar í 1. flokki ætla ég, að séu brotnar úr elzta og þar með neðsta lagi sjávarsetsins. Skeljarnar í þeim mega yfirleitt kallast hlýsævistegundir og gefa í skyn, að sjór hafi verið nokkru hlýrri hér við land, meðan þær lifðu, en hann er nú. Á hinn bóginn tel ég, að nokkuð hafi verið farið að kólna á myndunarskeiði setsins í 3. flokki — og jafnframt hafi sjór þá verið orðinn grynnri, því að bæði eru tegundir þessa flokks fáar og al- gengastar nú á minna en 50 m dýpi. Blaðför, sem fundizt hafa í 3. og 4. flokki, benda til þess, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.