Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 56

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 56
46 NÁTTÚ-R U FRÆÐINGURINN Endurskoðendur reikninga: Eiríkur Einarsson, verzlunarm., og Ingólfur Ein- arsson, verzlunarm. Ingólfur tók við sem varamaður eftir Kristján A. Kristjáns- son, sem lézt á árinu. Ritstjóri Náttúrufrœðingsins: Sigurður Pétursson, dr. phil. Afgreiðslumaður Náttúrufrceðingsins: Stefán Stefánsson, bóksali. Stjórn Minningarsjóðs Eggerts Ólafssonar: Örnólfur Thorlacius, menntaskóla- kennari (formaður; tók við eftir Jóhannes Áskelsson, sem lézt á árinu); Ingólfur Davíðsson, mag. scient (ritari); Guðmundur Kjartansson, mag. scient. (gjald- keri). — Til vara: Sigurður Pétursson og Ingimar Óskarsson. Aðalfundur Aðalfundur fyrir árið 1961 var haldinn í 1. kennslustofu Háskólans laugard. 24. febrúar 1962. Fundinn sátu 22 félagsmenn. Fundarstjóri var kjörinn Sig- urður Pétursson, dr. phil. og fundarritari Sturla Friðriksson, dr. phil. Formaður minntist látinna félaga og flutti skýrslu um starf félagsins á liðnu ári. Úr stjórn félagsins skyldu ganga: formaður, Guðmundur Kjartansson, og tveir stjórnarmenn aðrir, Eyþór Einarsson og Gunnar Árnason. Þeir voru allir endurkjörnir. Fræðslustarfsemí Reglulegar samkomur, sex að tölu, voru haldnar eins og að undanförnu í Háskólanum síðasta mánudag í hverjum vetrarmánuði nema desember. Á þeim flestum voru flutt erindi um náttúrufræði og sýndar skuggamyndir. Ræðu- menn og fundarefni voru sem hér segir: Janúar. Þorbjörn Sigurgeirsson, prófessor: Um breytingar á stefnu segulsviðs jarðar. Febrúar. Umræður um náttúruvernd, frummælandi Ásgeir Pétursson, for- maður Náttúruverndarráðs. Marz. Frumsýnd íslandskvikmynd, tekin af clr. O. S. Pettingill, aðallega af fuglahfi. Finnur Guðmundsson flutti skýringar. April. Sigurður Pétursson, gerlafræðingur: Um þörunga. Olitóber. Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri: Laxfiskaelcli í Bandaríkjunum. Nóvember. Agnar Ingólfsson, dýrafræðingur: íslenzki örninn. Fyrirspurnir komu fram og nokkrar umræður urðu um efni allra erind- anna. Aðsókn að samkomunum var meiri en nokkurt ár áður, 119 manns að meðaltali. Auk liinna reglulegu funda félagsins boðuðu stjórn þess og Náttúruverndar- ráð sameiginlega til eins fundar, sem haldinn var í Háskólanum 29. júní. Þar flutti Mr. Richard H. Pough náttúruverndarfrömuður frá Bandaríkjunum, erindi um náttúruvernd þar í landi og sýndi litskuggamyndir. Þann fund sóttu 70 manns. Tvær fræðsluferðir voru farnar á árinu, stutt og löng. Formaður, Guðmundur Kjartansson, var fararstjóri í þeim báðum. Stutta ferðin var farin sunnudaginn 25. júní upp að Elliðavatni, aðallega til

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.