Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 22
f>8
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
verða fyrir ertingu. Ekki er Ijóst, hvaða gagn dýrin hafa af hylkjun-
um, þótt sumir ætli þau til varnar. (17. mynd.)
Við skiptingu skolpdýrs skiptist smákjarninn venjulegri kjarna-
skiptingu (rnitosis), en stórkjarninn skiptist án þess að nokkrir lit-
þræðir komi í ljós. Hlutverk þessara kjarna kemur giöggt fram við
kynæxlun dýranna, svo kallaða konjugation eða skiptifrjóvgun. Þá
leggjast tvö dýr saman, stórkjarnarnir eyðast, en smákjarnarnir
skiptast rýriskiptingu og eyðast allir nema einn í hvoru dýri, sem
skiptist í tvo kjarna. Annar þessara kjarna í hvoru dýrinu („karl-
kjarninn“) rennur yfir í hitt
dýrið og sameinast þar við
frjóvgun kjarnanum, sem fyr-
ir var („kvenkjarnanum"). —
Upp af hinum nýja, frjóvg-
aða smákjarna myndast nýr
stórkjarni. (18. mynd).
Stórkjarninn stýrir dagleg-
um störfum dýrsins og er því
sambærilegur kjörnum í öll-
um líkamsfrumum fjölfrumu-
dýrs, en smákjarninn er æxl-
unarkjarni — sambærilegur
kjörnum í kynfrumum fjöl-
frumudýrs — og annast ný-
sköpun stórkjarnans að lok-
inni skiptifrjóvgun.
Hjá æðri dýrum, og raunar
hjá mörgum frumdýrum, fylg-
ist að frjóvgun — þ. e. sam-
17. mynd. Ilclýr. Paramecium. Rif-
liárin þekja allt dýrið, þótt þau
sóu hór aðeins sýnd við jaðrana. —
1. föst „húð“; 2. tært útfrymi; 3.
kornótt innfrymi; 4. munnfelling;
5. munnop; 6. bakeríur í vélinda:
7., 14. næring í meltibólum; 8.
„endaþarmsop“; 9. bifliár; 10., 15. lierpibólur; 11. þráðhylki; 12. stórkjarni;
13. smákjarni. — Framendi dýrsins snýr upp á myndinni.