Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 29

Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 29
NÁTTÚRUF RÆÐIN G U RIN N 75 3. mynd. Þversnið af malarás. Brotna strikalínan sýnir upprunalegt þversnið ássins. 1 kolli hans er jökulker. — Schernalized, section through a typical esker. — Úr Magnusson — Granlund — Lundqvist 1957. arvatns, sem rennur ofair á ísnum. Slíka ása er víða að finna í Skandinavíu ofan við efstu póstglasíölu sjávarmörk. Á þessunr ás- um er auðvitað ekki að finna nein áraskil, og set þeirra er venju- lega ekki eins vel vatnsnúið og sortérað og í þeim, sem myndast undir eða í jökli. Þó getur stundum verið erfitt úr að skera, um livora gerðina er að ræða. Þýzku kvarterjarðfræðingarnir P. Wold- stedt og E. M. Todtmann hafa rannsakað malarása fram við Brúar- jökul, og birti ég hér mynd af einunr þessata ása (4. nrynd). Wold- stedt telur sig ekki geta skorið úr um það, hvort hann sé myndaður ofanjökuls eða ei, en Todtmann telur hann myndaðan undir eða í jökli, og er ég hennar skoðunar. Þessi ás er þeirrar gerðar, sem Svíar kalla geitahrygg (getrygg). Enn er hin þriðja gerð malarása. Hefur hún einkunr verið rannsökuð af Svíanum Carl Mannerfelt, sem tók þátt í sænsk-íslenzka Vatnajökulsleiðangrinum 1936. Kall- ar hann þessa ása „slukásar“ (af sögninni sluka = gleypa). Að- spurður kvaðst Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur, vilja nefna slíka ása svelgása, og virðist mér það vera ágætt nafn. Þessir ásar liggja næstum þvert niður dalahlíðar (5. mynd) og hafa myndazt við það, að lækir eða ár, senr runnu niður með jaðri daljökuls, hafa stungið sér niður undir ísinn, runnið nær beint niður brekk- una og brætt þar göng, sem síðan hafa fyllzt að meira eða minna leyti af nröl eða sandi.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.