Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 30
NATTÚRU FRÆÐI N c; U RIN N 76 4. myncl. Malarás norðan við Brúarjökul, á svæði því sem jökullinn liefur liopað af síðan 1890. — liccent eslter in front of Brúarjökull. — Úr Wold- steck 1939. Á öld steinsteypu hafa malarásar fengið mjög mikla liagnýta þýðingu, því set þeirra er hið ákjósanlegasta steypuefni. Það má því teljast óhapp, að hér á landi eru malarásar sjaldgæfara fyrir- bæri en ætla mætti um land, sem hefur verið að mestu jökli hulið. Til þessa geta ýmsar orsakir legið. Á móbergssvæðinu geta elds- umbrot undir jökli hafa átt einhvern þátt í því, að torvelda mynd- un reglulegra ása. Á strandfleti Suðurlands og víðar hafa jökulár flæmzt yfir og rofið burt ása eða fært þá í kaf í framburði sínum. Brim og annar sjávargangur gætu hafa eytt einhverjum ásum. Einnig mætti liugsa sér þann möguleika, að jökull liafi hopað af strandfletinum áður en sjór tók að hækka verulega af völdum almennrar jöklabráðnunar. En þegar því er lialdið fram, að lítið sé um malarása á íslandi svo vitað sé, verður einnig að taka tillit til þeirrar sorglegu stað- reyndar, að land vort er ennþá mjög lítið rannsakað frá kvarter- jarðfræðilegu sjónarmiði. Ætlan mín er, að víða leynist hér ása-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.