Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 41

Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 41
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 85 smágervar, skýrar rispur — á Hrómundarey (þ. e. litlu austar en suður). Stefna eldra rákakerfisins — því sem næst í framhaldi af stefnu fjallgarðsins milli fjarðanna — sýnir, að þær rákir eru hvoi'ki ristar af Berufjarðar- né Hamarsfjarðarjöklinum, heldur af undirlendis- jökli til orðnum við samruna þeirra beggja framan við Búlands- tind og Hálsfjall. Hún sýnir enn fremur, að jöklarnir, sem þarna mættust, voru því sem næst jafnháir, og loks, að þeir voru meira en 100 m þykkir þar sem nú eru fjarðarstrendunrar beggja vegna, þ. e. bæði lijá Teigarhorni og Hálsi. En á þessum stöðum telur T. E. jafnan hafa verið jökullaust á síðasta jökulskeiði. Og gætum betur að. Rákakerfin tvö sýna snúning á skriðstefnu jökulsins um h. u. 1). 45°. Eftir að eldri rákirnar höfðu verið ristar þarna á jöklamótunum uppi á Hálsum, hefur Beruf jarðarjökullinn unnið á og tekið að skríða skáhallt suður yfir Hálsana, en Hamars- fjarðarjökullinn látið undan síga. Ekki er sennilegt, að þessi afls- munur liafi stafað af því, að Berufjarðarjökullinn hafi færzt í auk- ana — tekið eins konar fjörkipp — undir ísaldarlokin, lieldur munu báðir jöklarnir yfirleitt hafa farið minnkandi um þessar nrundir, en sá í Hamarsfirði — af einhverjum ástæðum — þynnzt á undan hinum. Eftir stefnubreytinguna var þykkt Berufjarðarjökulsins enn ylir 100 m hjá Teigarhorni. Fyrir stefnubreytinguna má ætla, að hún hafi verið miklu rneiri. Því miður leitaði ég ekki að jökulrákum uppi á Hálsum annars staðar en þar, sem þegar er getið, á skemmstu leið milli Háls og Teigarhorns; og T. E. getur þess ekki, að hann liafi leitað nokkurs staðar á Hálsunum. Ekki kemur mér á óvart, þó að jökulrákir eigi eltir að finnast utar á Hálsunum, þar sem þeir eru þó hærri (upp í 170 m y. s.). En það er ókannað. Ekki er að efa, að sá jökull, sem rákaði klappirnar uppi á Háls- um, hefur rist sams konar merki á klappirnar á undirlendinu beggja vegna, þar sem hann var 100 m þykkari og mæddi að því skapi lastara á. En, eins og fyrr segir, þar liafa engar jökulrákir fundizt. Heldur eru klappirnar þar étnar sundur í bríkur og dranga á þann hátt, sem sjógangi einum er lagið. Þegar hækkaði í sjónum af öllu því leysingarvatni, sem til lians

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.