Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 50
94
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
ólíklegt, eins og G. K. sýnir fram á. Hins vegar er ef til vill ekki
loku fyrir það skotið, að þær séu verk staðbundins jökuls frá Bú-
landsdal. Eldri rákirnar (stefna á Papey) gætu eðlilega stafað frá
slíkurn jökli, og ef Berufjarðarjökull hefði nokkru síðar gengið spöl-
korn lengra fram en ég áætlaði, og verið nokkuð þykkur fremst,
hefði liann getað sveigt Búlandsjökul þannig að liann grópaði eldri
rákirnar. Með þetta og liina miklu eyðingu á Búlandsnesi í huga
sýnist mér rétt að láta það í bili liggja milli hluta hvor okkar Guð-
mundar hafi komizt nær hinu rétta um íslaus svæði á Austurlandi á
síðustu ísöld.
„Tigurló“.
Snemma í ágúst 1939 sá ég einkennilega kónguló sitja í vef sín-
um í Skaftáreldahrauni, skammt frá Orustuhóli. Var hún næsta
ólík fjalla- eða holtakóngulónum, sem algengar eru ndrðanlands.
Þessi skaftfellska var mun stærri og mjög sérkennileg á litinn, þver-
rákótt, einkum á fótum, svört og grágul með málmgljáa. Þverrákir
og dílar á baki. Virtist mér þetta eiginlega tígrisdýrslitur og kall-
aði kvikindið tígurló. — Síðan leið og beið til sumarsins 1948.
Þá rakst ég á sams konar kóngulær, sem áttu sér stóra vefi í berg-
rifum í Hrossadal ofan við Hólagerði í Fáskrúðsfirði. Fór nú að
svipast betur um og fann víða tígurlær bæði í kjarri og klettum,
t. d. á Gestsstöðum, Kolfreyjustað og í Tungu. Voru krakkar hálf-
lirædd við þær; þóttu þær stórar og gassalegar. Síðan hef ég séð
tígurlærnar víða á Austurlandi, þ. e. í Berufirði, Álftafirði, Stöðv-
arfirði, Breiðdal, Fljótsdal, Mjóafirði, Seyðisfirði, Hellisfirði og
Loðmundarfirði. Einnig að Hoffelli og Hrollaugshólum í Horna-
firði. Virðast þær allalgengar á Austfjörðum. Ég sendi eintök úr
Breiðdal til rannsókna í Kaupmannahöfn. Reyndist tegundin vera
það, sem Danir kalla „krosskónguló", Araneus eða Epeira diade-