Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 95 matus. Mynda ljósleitir blettir kross ot’an á afturbolnum, en mér virðast rákirnar mun gleggra einkenni. Til eru og skyldar tegundir, sumar fundnar hér á landi. Norðan lands hef ég séð tígurlær á Mælifelli og Skarðsá í Skaga- lirði, Leyningshólum í Eyjafirði og á Kálfaströnd við Mývatn. Vestan lands á Rauðamel, Hreðavatni, í grennd við Hvítárbrú og í Hvalíjarðarbotni. Sunnan lands er tígurlóin sums staðar svo al- geng, að surnir Sunnlendingar kalla hana „sína kónguló“. En fróðlegt væri að frétta, hvort margir ltafa séð hana norðan lands. Tígurlærnar gera stóran, hjóllaga vef, t. d. rnilli greina eða yfir sprungur og læki. Láta þær stundum vindinn bera fyrsta þráðinn yfir; kippa svo í til að vita, hvort þráðurinn hafi l’estst örugglega og festa hann að því búnu sín megin. Þá er komin silkibrú yfir lækinn eða sprunguna, og tígurlóin getur farið að spinna vefinn. Oft lætur hún sig fyrst síga niður til að festa „atkerisþráð" að neðan, svo að allt sé öruggt. Ef stór fluga festist í vefnum, spinnur kóngulóin þéttan, livítan silkivef utan um hana — það er eins konar fjötur. — Stundum geymir kóngulóin bráðina þannig bundna lif- andi, svo að hún skemmist ekki, dögum saman. Síðsumars korna karlkóngulærnar í bónorðsför. Karlarnir eru miklu minni en kvenkóngulóin — og hræddir við reiði hennar. Nálgast karldýrið venjulega hina útvöldu með mestu gætni; hristir kannski fyrst vefinn, sem hún situr í, ofurlítið til að gera vart við sig og vita, hvort hún sé í góðu skapi. Ef svo virðist klifrar karlinn upp í vefinn til hennar, en hefur þó um sig silkiþráð til vonar og vara, til þess að geta látið sígast örskjótt til jarðar, ef henni ekki líkar við hann. Fyrir kemur nefnilega að kerlingin ræðst á biðilinn og etur hann upp til agna! En skömmu eftir vel heppnaða heimsókn tekur kvenkóngulóin að þrútna og verður að lokum mjög þung á sér. Hún spinnur gulan, hálfkúlulaga hjúp utan um eggin og kemur honum fyrir í sprungu, eða t. d. undir berki og deyr skömmu síðar. Á vorin klekjast ungar úr eggjunum. Kóngulærnar eru merkileg dýr. Silki þeirra er hæft til velnaðar, en þykir of dýrt. Margar kóngulóartegundir eru til hér á landi. Þekkja flestir húsakóngulóna og hafa séð vef hennar — hégómann — innanhúss og líka ungana — dordingulinn eða fiskikarlinn, sem lætur sig síga niður í þræði og getur fljótt lesið sig upp aftur. Ingólfur DavitSsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.