Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 7

Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 7
Náttúrufr. - 33. árgangur - 1. hefti - 1.-48. siða - Reykjavik, april 1963 Slurla Friðriksson: Þættir úr gróðursögu hálendisins sunnan jökla Gróður í lok isaldar. Þegar ísaldarhjarnið tók að leysa af landinu og auð svæði gægð- ust fram, leið ekki á löngu, þar til ýmsar jurtir bárust að leirum, jökulurðum og klettum hins nakta lands og náðu að skjóta þar rótum og breiðast út. Þá var hér ekki um samkeppni gróðurs að ræða, svo að landið var fremur auðunnið. Sennilega hafa lágplönt- ur orðið fyrstar til þess að nema landið og búa í haginn fyrir æðri jurtir, á sama hátt og mosar og skófir eru enn í dag fyrstar til þess að leggja undir sig ný hraun eða aura. Þannig byggja þörungar upp jarðveg á sjávarkömbum, leirum og ár- eða tjarnarbökkum og þannig eru elftingar fyrstu landnemar á sand- og malarjörð. í kjölfar lágplantna komu grös, blómplöntur og runnar. Landið reis, en sjávarborð hækkaði enn meira, og fyrir 10 til 12 þúsund árum voru sjávarmörk þar, sem nú er um 40—120 metra hæðar- lína hér á landi. Á Suðurlandi var þá stór fjörður, þar sem Suður- landsundirlendið er nú. Jökla mun hafa leyzt fyrr af Kjalarsvæðinu en af suðurhluta landsins (Kjartansson 1943, 1958). Hæð Kjalar yfir sjó hefur þá verið minni en nú, bæði vegna þess að land var þá ekki fullrisið og auk þess stóð sjór hærra en nú. Þessi afstaða hlýtur því að hafa auðveldað jurtum að nema þetta svæði, en til austurs voru meiri erfiðleikar á. Sjór lá þá upp að fjallahlíðum Suðurlandsundirlendisins, og þangað hljóta að hafa borizt margar þær jurtir, sem finnast nú undir hinum fornu sjávarhömrum, og eru það þá helzt kletta- jurtir og hlíðajurtir. Á jökulmelum Kjalarsvæðisins námu sandjurtir land. Má t. d. hugsa sér, að melgrasið hafi flutzt eftir sendinni jökulurðinni inn

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.