Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 10
4 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1. mynd. Gróðursvæði sunnan jökla um landnám. — Map of Iceland, showing vegetated areas on the south highland at the time of settlement. ið var í þann mund að verða svo uppblásið á því svæði, að varla hef- ur þótt reiðfært þar um. Er óeðlilegra, að hræðsla við svipi Reyni- staðabræðra hafi meinað mönnum umferðina um gamla veginn. Uppblásturinn hefur nú eytt meginhluta þess gróðurlendis, sem legið hefur milli Langjökuls og Hofsjökuls og ógnar nú síðustu gróðurleifunum við Hvítárvatn. Þurrlendisriminn austur af Hvítárnesi heitir Tjarnheiði. Bendir nafnið til þess, að þar hafi verið heiðarland með tjörnum. Nú er heiðin örfoka, nema þessi rimi, og sést þar nú engin tjörn lengur, því að allt vatn hripar niður úr gróðurlausum melunum. Efstu melkollar á Kili hafa sennilega löngum verið auðir, en uppblástur jafnvel byrjað frekar þar, sem skógur var fyrir, eða á mörkum skógar og graslendis og landeyðingin síðan unnið sig niður eftir skóglendinu. Við áfokið á gróðurjaðarinn þykknar jarð- vegurinn ört, og reynist erfitt fyrir jurtir, sem vaxa á þeim jaðri,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.