Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 20
14 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Gvendarbrunna og rétt austan við Jaðar, sömuleiðis á nokkrum stöðum austar í hraunbreiðunni, m. a. suðvestur a£ Silungapolli. Það kemur líka fram undan yngra hrauni í kverkinni sunnan við Selfjall og hefur runnið í mjórri kvísl um skarðið milli Selfjalls og Sandfells norður eftir austan Selfjalls og fallið út á Leitahraun- ið (Elliðaárhraunið), rétt austan við Lækjarbotna. Þar kvíslast það svo enn á ný, og hefur önnur álman staðnæmzt í allhárri brún, sem gamli Lögbergsbærinn stendur undir, en hin hefur fallið með- fram Selfjalli niður á sléttlendið fyrir neðan skátaskálann. Stendur skálinn sjálfur á þessu hrauni, en útihús skammt neðar og vestar stendur á móbergi. Öllu þessu verður væntanlega lýst nánar síðar og á öðrum stað. í þessu hrauni er slíkur aragrúi af hnyðlingum, að ekki þarf að þeim að leita, og til eru staðir, þar sem menn finna þá nærri því í hvert sinn sem brotinn er moli úr hrauninu. Meðan ég var að skrifa þessa grein, átti ég tal við Sigurð Þór- arinsson, sem þá sagði mér, að á Náttúrugripasafninu væri til basaltmoli með ólivínhnyðlingi í. Sigurður hefur góðfúslega lánað mér þetta sýnishorn og leyft mér að gera af því þunnsneiðar fyrir smásjárrannsókn. Kann ég Sigurði þakkir fyrir. Moli þessi er fundinn við Ólafsvík á Snæfellsnesi árið 1910, en lítið er annars um hann vitað. Finnandi var Þorsteinn Kristjáns- son, en ekki er vitað, hvort hann hefur sent safninu steininn eða hvort hann hefur komizt þangað á annan hátt. Ekki er fundar- staður nánar tiltekinn. Af útliti steinsins að dæma virðist mér lík- legast, að hann hafi fundizt laus, t. d. í skriðu, en hafi ekki verið brotinn úr föstu bergi. Útlit og uppruni hnyðlinganna. Eins og áður var drepið á, hefur mikið verið ritað um hnyðl- inga erlendis, og umfram allt þó um ólivínhnyðlinga. Þó að þeir séu yfirleitt nefndir svo, er sjaldgæft að finna hnyðlinga úr ólivíni einu saman, heldur samanstanda þeir oftast af ólivíni, enstatít, krómdíopsíd og krómspínell (ágít, pikótít), og stundum koma nokkr- ir aðrir míneralar fyrir í þeim, svo sem hornblendi og bíótít. Hnyðlingar af þessu tagi koma fyrir víðs vegar um heim. Þeirra er getið í Svíþjóð, Ungverjalandi, Þýzkalandi, Búlgaríu, Frakk-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.