Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
15
3. mynd. Gabbrómolar i basalti. Gígaröðin við Undirhlíðar. — Inclusions in
basalt, fig. 2.
landi, Portúgal, Nýja Sjálandi, Japan, Marokko, Hawaii, Alaska,
Mexikó, Bandaríkjunum, Jan Mayen og víðar.
Jarðfræðinga greinir á um uppruna ólivínhnyðlinga. Telja sumir
þá vera myndaða í hrauninu sjálfu, en aðrir, að þeir séu molar úr
lagi af ólivínauðugu bergi, hinu svo nefnda perídótítlagi, sem talið
er að liggi um jörð alla á um 60 km dýpi. Hafi þeir brotnað úr þessu
lagi og borizt upp á yfirborð jarðar.
Varðandi ólivínhnyðlinginn frá Ólafsvík er þess að geta, að þar
er aðeins um einn einasta að ræða, og ekkert er vitað um, hvort
mikið er þar til af þess konar myndunum eða ekki. Á meðan það
er ekki vitað, er ekki hægt að draga neinar ályktanir af fundinum,
en þar sem þetta er eini ólivínhnyðlingurinn, sem fundizt hefur
hér á landi, svo að vitað sé, þótti rétt að athuga hann nánar og
geta hans hér, þó að ekki væri nema til þess að vekja á honum
athygli.
Steinninn, sem hann er í, er 7 X 4 X 3 cm að stærð, en sjálfur
er hnyðlingurinn um 4 X 2,5 cm. Steinninn er úr fremur fínkorn-
óttu ólivínbasalti með nokkru af allt að 0,5 cm stórum ólivín-
kristöllum innan um grunnmassann. Svo virðist, sem hnyðlingur-
inn hafi orðið fyrir þrýstingi, en það er eitt af einkennum ólivín-
hnyðlinga. Kristallarnir eru pressaðir eða flattir út. Séð með ber-