Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 24
18
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Hér ber þó að geta þess, að enn þá hefur ekki farið fram full-
komin bergfræðileg rannsókn á myndunum þessum. Veldur því
bæði skortur á tíma og tækjum. Verður það því að bíða enn um
sinn.
Lítilsháttar athuganir hafa þó verið gerðar á samansetningu ein-
stakra mínerala í hnyðlingunum annars vegar og í hrauninu hins
vegar. Sem dæmi má nefna, að ljósbrot plagíóklasanna í hnyðling-
um úr Hólmshrauni II reyndist nDZ 1,570—1,577, en það er sam-
kvæmt Tröger og Moorhouse (op. cit.) An 65—An 77, þ. e. a. s.
labradorít og bytónít. Ljósbrot í kristöllum úr hrauninu sjálfu
reyndist nDz 1,566—1,569, þ. e. An 58—An 63.
Ennfremur hefur komið í ljós, að „zonering“ í plagíóklasi er
mjög venjuleg í hrauninu, en virðist ekki koma fyrir í plagíóklasi
hnyðlinganna. Sama gildir um stundaglas „struktur" í pyroxeni.
Allir þeir gabbróxenolitar, sem ég hingað til hef athugað, eru
hver öðrum svo líkir að gerð, að full ástæða virðist til að álykta,
að þeir muni komnir úr einu og sama berglagi eða a. m. k. úr bergi,
sem er af sömu rótum runnið. Tafla I gefur nokkra hugmynd um
þetta.
TAFLA I.
1 2 3 4 5 6
Plagíóklas .... 75,2 77,6 76,4 70,3 73,5 74,3
Pyroxen .... 24,3 22,2 22,2 26,0 23,4 22,6
Ólivín 0,2 0,2 0,0 3,5 3,1 U
Málmur 0,3 0,0 1,4 0,2 0,0 0,0
Iddingsit*)............ 2,0
Taflan sýnir rúmmáls %. Sýnishornin eru frá eftirtöldum stöð-
um: 1. Blikalónsey, 2. Þjórsárhraun við Hjálp, 3. Hetta á Sveiflu-
hálsi, 4. Hólmshraun II við Lækjarbotna, 5. Norðurendi Sveiflu-
háls og 6. Hauganes.
Til samanburðar má nefna, að sams konar athugun á berginu
í Hólmshrauni II sýndi: Plagíóklas 44,5, pyroxen 43,2, ólivín 7,6,
málmur 2,1, gler 2,6. Þess má geta, að í hverri þunnsneið voru
taldir 1000—1600 púnktar.
) Myndbreytt ólivín.