Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 19 4. mynd. Ummyndun í plagíóklaskristöllum í hnyðlingi úr Hólmslirauni II við Lækjarbotna. Stækkun 25 x • — Corroded plagioclase crystals in an in- clusion found in Hólmshraun II at Lœhjarbotnar, c.f. text. Enlarged 25 x • Það er augljóst mál, að enn þá er þetta allt o£ lítið e£ni, og auk þess er það engan veginn nægilega vel rannsakað, til þess að auðið sé að draga a£ því ákveðnar ályktanir. Þó er það nokkur bending. Mér virðist ekki fráleitt að ætla, að gabbrómolar þessir eigi rætur að rekja til berglags eða berglaga, sem nær er yfirborði jarðar en peridotítlagið. í þessu sambandi má minna á niðurstöður a£ rann- sóknum á þykkt jarðskorpunnar hér á landi (Báth—Tryggvason 1961), en þær sýna ákveðin berglagamót á um 2000 m dýpi undir landinu. Þess er áður getið, að gabbrómolarnir í Hólmshrauni II eru yfirleitt mjög lausir í sér. Virðist mega gera ráð fyrir, að það stafi a. m. k. að nokkru leyti af þeirri þrýstingsbreytingu, sem þeir hljóta að hafa orðið fyrir, en að sjálfsögðu einnig af hitaáhrifum. Gabbró er hér á landi einkum að finna á Suðausturlandi, þar sem það myndar stór innskot í basaltið. Hvalneshorn og Vestra- Horn, Geitafellsbjörg og að nokkru Viðborðsfjall eru slík innskot,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.